Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Blaðsíða 76
Tímarit Múls og menningar
Kallinn kemur livergi nærri. Hann spókar sig um bryggjur, situr kaííi-
partí í lúgörum, spjallar.
Ut og inn özla bátarnir, sumir á leið til miða, aðrir til hafnar, bátar með
ýmsu svipmóti eins og menn, og vélaskellir og olíuþefur liggur í loftinu. Bær-
inn er eins og iðandi mauraþúfa og sólin glampar á þrúnu móbergi.
Undir kvöld lögðu þeir úr höfn með stefnu á jökulinn.
Baujuflöggin blöktu hæglátlega í hægri landáttinni og sjórinn var sléttur
og rauðgullinn í kvöldsólinni.
10
Með birtu er lagt aftur úr höfn, stefnt undir jökulinn í norðri, gullinn í sól
morgunsins. Það er kátt á hjalla í lúgarnum og Karl Jóhann, sem hefur tekið
að sér matseldina fær það óþvegið.
Steikt læri og grænar baunir.
Það er krafa dagsins.
Þegar fyrsta netið er komið í rennuna, kemur kallinn framá, byssulegur
í morgninum.
Hann glórir.
Þúsund í þessa, segir stýrsi og fleygir spriklandi drætti á dekkið.
Betur að satt reyndist, Jói minn, sagði kallinn. Annars lóðaði hér ekkert
í dag.
A að draga í, hvín í strákunum á garðinum.
Við skulum gera ráð fyrir tveimur, sagði kallinn. Maður verður að leita
ef punktar.
Síðan fer hann niður.
Það rýkur hressilega upp úr kabyssurörinu.
Það á að hafa sama lagið, segir Anton. Draga í sig og hringsóla framá
nótt leggja síðan á sama.
Hann dregur af spilinu.
Stýrsi er í andófinu. Hann snýst annað veifið fram á dekk og er hamhleypa
í úrgreiðslunni.
Nú er líf og fjör. Svitinn bogar af þeim. Lognið er svo dátt að það bærist
ekki hár á höfði og sólin skín á bunkuð netin.
Grynnra og nær landinu morrar trilla í óðum færafiski. Karlarnir standa
bognir við dráttinn. Um hádegi hafa þeir dregið allar trossurnar og bátur-
inn eins og fjöl á sjónum.
66