Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Page 76

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Page 76
Tímarit Múls og menningar Kallinn kemur livergi nærri. Hann spókar sig um bryggjur, situr kaííi- partí í lúgörum, spjallar. Ut og inn özla bátarnir, sumir á leið til miða, aðrir til hafnar, bátar með ýmsu svipmóti eins og menn, og vélaskellir og olíuþefur liggur í loftinu. Bær- inn er eins og iðandi mauraþúfa og sólin glampar á þrúnu móbergi. Undir kvöld lögðu þeir úr höfn með stefnu á jökulinn. Baujuflöggin blöktu hæglátlega í hægri landáttinni og sjórinn var sléttur og rauðgullinn í kvöldsólinni. 10 Með birtu er lagt aftur úr höfn, stefnt undir jökulinn í norðri, gullinn í sól morgunsins. Það er kátt á hjalla í lúgarnum og Karl Jóhann, sem hefur tekið að sér matseldina fær það óþvegið. Steikt læri og grænar baunir. Það er krafa dagsins. Þegar fyrsta netið er komið í rennuna, kemur kallinn framá, byssulegur í morgninum. Hann glórir. Þúsund í þessa, segir stýrsi og fleygir spriklandi drætti á dekkið. Betur að satt reyndist, Jói minn, sagði kallinn. Annars lóðaði hér ekkert í dag. A að draga í, hvín í strákunum á garðinum. Við skulum gera ráð fyrir tveimur, sagði kallinn. Maður verður að leita ef punktar. Síðan fer hann niður. Það rýkur hressilega upp úr kabyssurörinu. Það á að hafa sama lagið, segir Anton. Draga í sig og hringsóla framá nótt leggja síðan á sama. Hann dregur af spilinu. Stýrsi er í andófinu. Hann snýst annað veifið fram á dekk og er hamhleypa í úrgreiðslunni. Nú er líf og fjör. Svitinn bogar af þeim. Lognið er svo dátt að það bærist ekki hár á höfði og sólin skín á bunkuð netin. Grynnra og nær landinu morrar trilla í óðum færafiski. Karlarnir standa bognir við dráttinn. Um hádegi hafa þeir dregið allar trossurnar og bátur- inn eins og fjöl á sjónum. 66
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.