Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Blaðsíða 17

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Blaðsíða 17
Bókmenntaárið 1965 um og sögum. Hér er hugur hennar lygn og bjartur undir stafandi geislum frá sól lífsins. Sagan gerist í Reykjavík á einu dægri í húsi við afskekkta götu, speglar tilveruheim þess innan um önnur hús og lýsir íbúum þess, athöfnum þeirra orðum og gerSum, strætisvagninn kemur og fer, einstaka gest ber að garði, einn deyr og annar fæðist, augu fylgjast með úr öðrum gluggum. Sag- an er vel gerð, hversdagsleikinn speglast í einkar skýrri mynd, samúðarskiln- ingur höfundar vefst um allt og alla og hver persóna dregin af varfærni, í frá- sögninni sést glitra í trú á lífið og vel má vera að sagan sé hugsuð sem lof- söngur til lífsins. En þó er þetta fagnaðarsnauð bók. Hér er að vísu lifað en aðeins hálfu lífi með frumstæðar óskir. Við blasir ömurleg þjóðlífsmynd þar sem hver er einangraður í þröngum hring við eigin hagsmuni án æðri sj ónar- miða, samfélagslegrar hugsunar eða mannlegs vilja til að umbreyta lífinu til hins betra, í rauninni heimur án vonar og trúar. í sínu milda umburðarlyndi er Dægurvísa því dýpra skoðað bitur sársaukafull ádeila á þjóðfélagið. Hver hugsandi lesari hlýtur að þrá storm inn í þetta daufgerða hús. Mörg þessara skálda eiga rætur sínar í sveitum eða þangað skammt að rekja, eins og flestir íslendingar. Samanburður á sveitalífi og bæja er því mjög frammi í þessum verkum. Erfðakostir þjóðarinnar eru tengdir sveitum, einföldu lífi í skauti náttúrunnar, og skáldin sjá þessa eiginleika glatast í bæj- unum, sú umbylting sem hefur átt sér stað vekur ótta um framtíðina. Stormur í grasinu, leikrit Bjarna Benediktssonar, lýsir, líkt og Stefán Jónsson í Vegur- inn að brúnni og Indriði G. Þorsteinsson í Lönd og synir höfðu gert, þeim öflum sem togast á um bændafjölskylduna gömlu sem stendur frammi fyrir því að flytjast burtu og slíta fornar rætur. Það snarkar í öllu eins og hjörtun séu steikt á glóð og blossa upp andstæðar hneigðir í nýju umhverfi. í smá- sögu sinni Köldu stríði tekur Gísli Ásmundsson þessa þjóðfélagsþróun bein- línis til meðferðar, lætur fulltrúa fornra búskaparhátta og framfarasinnaðan kennara í Reykjavík,upprunninn úr sömu sveit, rökstyðj a skoðanir sínar,vega og meta framfarirnar sem orðið hafa, draga fram kosti hins forna og nýja. Hvorugur lætur sinn hlut, en bóndanum er þó gefið síðasta orðið er hann tor- tryggir velferðarríkið og færir fram rök fyrir því að þjóðin kunni að týna sjálfri sér, þjóðerni sínu og tungu. Og þessi rök bóndans borin fram í um- hverfi náttúrunnar og andrúmslofti sveitarinnar raska sálarró kennarans og vekja hann til dýpri íhugunar um vandamál þjóðfélagsins og brauðstrit sjálfs sín. Og hann fann til þess með sársauka að hafa ofmetið veraldleg gæði, van- rækt sjálfan sig, vanrækt fólk sitt og samfélag og tók nú að óttast að ekki væru allir einhuga um að vernda tilveru þjóðarinnar, og hann ákvað að verja 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.