Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Blaðsíða 52
Tímarit Máls og menningar
þar fara eftir einhverju ævagömlu alþjóðlegu munstri frá dögum konúnga-
fórna: festa konúnginn upp fyrst og tigna hann síðan. (Svipað gerðu norð-
menn reyndar við Ólaf Haraldsson; allir kannast við munstrið úr kristin-
dómi). Á dögum Ara hafði fjöldi hóka verið skrifaður um Eadmund á latínu
á Einglandi og einhverja þeirra segist Ari hafa lesið. Til merkis um dvrð
sem Eadmundi var áskilin með eingilsöxum er það að 100 árum áður en
Íslendíngabók er samin lætur Knútur ríki, sem þá var konúngur Einglands,
reisa klaustur mikið hjá skríni dýrlíngsins í St. Bury og stóð það um lángan
aldur sem eitt höfuðklaustur á Einglandi, The Bury of St. Eadmund. Á dög-
um Sæmundar fróða — og Ara — hefur Eadmund verið lýstur verndar-
dýrlíngur ensku þjóðdeildarinnar við Parísarháskóla. Loks er á þeim dögum
sjálfum sem Ari ritar Íslendíngabók gerður reki að því að taka Eadmund
opinberlega í dýrlíngatölu kaþólsku kirkjunnar (á hiskupaþíngi í Oxford
1122).
„Þess verður hvergi vart í enskum heimildum, að Játmundur eignaðist
afkvæmi“, segir Hermann Pálsson í ritgerð sinni. Samt hefur hann þessi
orð síðar um íslendíng einn, Guðlaug, múnk á Einglandi: „.. . er því líklegt
að hann (Guðlaugur þessi) hafi gert sér far um að kynna sér sem best sagnir
af þessum forföður sínum“ — semsé heilögum Eadmundi einglakonúngi, ein-
um höfuðdýrlíngi breta, sem Hermann var að enda við að segja að aungv-
ar heimildir fyndust um að hefði verið barnafaðir! Ærnar ástæður aðrar en
„skyldleiki Ara“ við konúng þenna, píslarvott og höfuðdýrlíng, eða „íslensk
arfsögn“ um húsetu afkomenda dýrlíngsins að Skeggjastöðum i Mosfellssveit.
lágu til þess að faðir sagnfræði vorrar gerir ártíð hans undirstöðu í íslensku
tímatali.
42