Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Blaðsíða 18
Tímarit Máls og menningar
reitum sínum og síðustu kröftum til að vara við þeim háska „sem nú er verið
að stefna þjóðinni í“. í Orgelsmiðjunni skiptast á tíðar myndir úr náttúr-
unni og borgarlífinu, og er fulltrúi nútíðarmenningar hinn loðni api alstaðar
hylltur, í kvikmyndahúsum, á veitingastöðum, í danssalnum. Hvergi er þó
eins og í Borgarlífi gerð hörð hríð að borgarastéttinni og skírskotað til upp-
runaleika mannsins í náttúrunni sem andstæðu. Höfuðpersóna bókarinnar,
Logi, gengur í gin úlfsins, sjálfa auðvaldshöllina, þar sem kulda og nálykt
leggur úr hverjum krók og kima, og hann hrekkur þaðan með andfælum. í
Svartri messu er líka hin starfandi alþýða, umleikin veðrahrigðum náttúrunn-
ar, gerð að fulltrúa heilbrigðs lífs en hinir aðvífandi gammar sem valda
óheillum lands og lýðs eru valdastétt borgarinnar. Og yfir þeim er kveðinn
upp dómur.
Ólafur Jóh. Sigurðsson Htur yfir þjóðfélagið nokkuð af öðrum sjónarhól í
Bréfi séra Böðvars, leiðir hugann að þeirri gjá sem myndazt hefur milli kyn-
slóðanna, sér brestina skyggnum augum og þjóðarörlögin í liósi þeirra. Séra
Böðvar er frábærlega vel dregin persóna. Eftir að hafa rölt með honum eina
ferð kringum Tjörnina þekkja lesendur hann eins og þeir hefðu lifað með
honum alla ævi. Af slíkri list er rakið ofan af dögunum. Og við hversdags-
legar ýfingar við lífsförunautinn, gerólíka persónu, og fornan gleiðgosa sem
slæst í förina titrar og ólgar hið viðkvæma skap séra Böðvars og sér inn í
kviku. Hann er að nokkru leyti fulltrúi hins gamla íslands. í mynd hans krist-
allast ýmsir eðliskostir þjóðarinnar, hógværð og einfeldni hjartans, viðleitni
til andlegra starfa, heiðarleiki, góðvild, andspænis veraldarhyggju og nýtízku
frekjulund og sperringi. En séra Böðvar ber eigi síður hreyskleika hins
gamla, er draumlyndur, óraunsær, í rauninni einstaklega veikt strá, lætur
vaða inn á heimili sitt, lifir í bókum en ekki veruleika, og í draumi um dóttur
sína, að hún beri eðliskosti hans, hina viðkvæmu innri eðliskosti þjóðarinnar,
áleiðis og varðveiti þá. Öll framtíðarvon hans er bundin við dótturina. og þó
hún sé gift í Bandaríkjunum vonast hann eftir henni heim og skrifast einatt á
við hana. En nú þegar hann kemur úr gönguferðinni kringum Tjörnina, og
hefur veitt athygli veðurtekinni óst gleiðgosans, og virðir enn einu sinni fyrir
sér mynd dótturinnar og rekur augun í fæðingarhlett hennar, einnig á óstinni,
þá verður honum ljóst sem hann hefur ef til vill alla tíð grunað en ekki viljað
viðurkenna fyrir sjálfum sér, að hún er ekki hans dóttir. Hin unga þjóð er
ekki af hans blóði. hinir fornu eðliskostir munu ekki ganga í arf, kvnslóða-
skilin eru alger, og sú vitneskja yfirbugar hann. Hvað hafði gerzt? hvar var
hann staddur? hvert hafði hann villzt?
8