Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Blaðsíða 49

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Blaðsíða 49
Tímatalsrabb Ég held þegar öllu er á botninn hvolft að ekki sé nema einn hlutur stór- furöulegur, eða réttara sagt fjarri „skynsamlegu viti“ í Islendíngabók, og hann er afleiðíng af almennum skorti á stærðfræðilegu ímyndunarafli á mið- öldum, meðan enn var ekki í notkun handhægt talnakerfi við reikníng. Þessi ein óskynsamleg grein Ara er ættartala hans að lokum Íslendíngabókar. Þar telur hann sig 38. mann frá Yngva tyrkjakonúngi. Eftir einni af grundvallar- formúlum ættfræðinnar er þessi lángfeðgatala sett þannig upp: 238'1. Þessi kórrétta formúla gerir hinsvegar hverja lángfeðgatölu marklausa með öllu þar sem raktir eru 38 liðir: hver sem rekur ætt sína svo lángt aftur hlýtur að eiga margar triljónir eða kvintiljónir lángfeðga sem eru jafnskyldir honum og Yngvi tyrkjakonúngur, möo. miklu fleiri menn en nokkurntíma hafa lifað á jörðinni. Oft kemur manni í hug hverskonar staður hafi verið þar í Haukadal hjá Teiti þar sem Ari nam í fjórtán vetur, þám. svo háþróaða sagnfræðiaðferð sem œra vulgaris, „almannatal11, var þá. Varla getur það hafa verið reglu- legur skóli undir kirkjulögum, og því síður viðurkendur, þar sem við því lá strángt páfabann síðan á dögum Karlamagnúsar að aðrir aðiljar en klaustur héldu skóla innan kristninnar. Jafnvel „hinn æðsti höfuðstaður í Odda“ virð- ist ekki hafa verið rekinn af kirkjunni né seldur undir kirkjuleg yfirvöld sér- staklega, heldur eru báðar þessar menníngarstöðvar Haukadalur og Oddi fyrirtæki latínulærðra prestvígðra bænda. Getið er og mentastofnana í öðrum landshlutum, sem jafnvel voru eldri en þessar tvær. Svo mart sem segja má um uppkomu mentastéttar og fræðiiðkana á íslandi, þá varðar mestu að gefa því gætur að hér á landi hefur snemma tekið að myndast ótrúlega mikið súrplús, auðmyndun umfram frumstæðar lífsnauðsynjar. Fornmenníng okkar og ritöld er talandi vottur þess — og bókfellið í Árnasafni áþreifanlegur. Mannlífi, afkoma manna alment, hlýtur að hafa verið með afbrigðum á íslandi fyrstu aldirnar eftir landnámstíð meðan hér huðu sig fram til ótak- markaðrar rányrkju landgæði sem höfðu verið að myndast frá alda öðli í ósnertu landi. Hafa sennilega hvergi i Evrópu verið önnur eins landgæði á miðöldum, og ekkert því Iíkt. Frá því er Rómaveldi féll hafði Evrópa verið rányrkt til þrautar af þjóðum sem höfðu hratað í barbarí næstum algert. Hallærin geingu æ ofaní æ með horfelli manna og kvikfénaðar landlægum og eymd sem ekki er við neitt líkjanda af því sem kunnugt er jafnvel í van- þróuðustu löndum nútímans. Svo á ævidögum Ara snemma á tólftu öld sem Snorra á þrettándu öndverðri og njáluhöfundar á þrettándu ofanverðri lýsa franskir og þýskir miðaldaannálar mannáti af húngurssökum algeingu með 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.