Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Blaðsíða 84

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Blaðsíða 84
Tímarit Máls og menningar 13 Þeir komu seint að á skírdag. Það hafði verið þvargsamt á miðunum, kaflagnir, þræðingar, þras. Þegar fiskur heldur sig á ekki stærra svæði en þessu, hundrað bátar í einni bendu, getur ekki hjá því farið að menn kafleggi hver aðra. Oftast er slíkt jafnað með hógværð, en ef það kemur fyrir oftar en einu sinni, jafnvel tvisvar, þrisvar sinnum, þá er eitthvað bogið við þann sem slíku veldur. Þá er tekið upp í sig á bylgjunni heldur hetur og ekki allt úr bibh'unni sem sagt er. Afli var með tregara móti. Á skírdagskvöld hvarflar hugurinn að allt öðru en víni. Þessir hraustu menn eru úrvinda. Þegar þeir hafa skolað af sér slor og blóðslettur, hníga þeir örmagna í skítugar kojurnar og lúgarinn ymur af hrotum. 14 Föstudagurinn langi Þeir vöknuðu ekki fyrr en eftir hádegi, höfðu sofið af sér matinn, en hugg- uðu sig við það befði ekki verið annað á borðum en soðning, enda skúffu- steikti Karl Jóhann læri. Það var drungi yfir deginum, þungskýjaður himinn og fánar í hálfa stöng. Hann hitti stúlkuna og stöllu hennar á bryggjunni. Hún var prúðbúin og hafði verið að svipast um eftir honum. Það var gott að sjá hana eftir alla törnina. Strákarnir ætluðu að éta hana með augunum og hún fór dálítið hjá sér. Hendur hennar voru hrumlaðar og roðaslegnar eftir fiskinn og vangar ekki eins fullir og áður. Kondu að labba. Hvert? Bara eitthvað. Þau gengu út úr bænum. Það var nepja í golunni svo þau settust í skjól undir hrauni og hlustuðu á kvak múkkans í klettunum. Hann var í hátíðaskapi vegna súldarinnar, renndi sér kyrrum vængjum niður í brekkurnar og lét síðan uppstreymið bera sig. Þau töluðu fátt, sátu þétt saman á frakkanum hans, sem hann hafði breitt undir þau og nutu hitans hvort af öðru. Stallan sat ein með fætur dregna undir sig og dropa í nefi. Jörðin var köld og munaðarlaus í súldinni. 74
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.