Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Blaðsíða 84
Tímarit Máls og menningar
13
Þeir komu seint að á skírdag.
Það hafði verið þvargsamt á miðunum, kaflagnir, þræðingar, þras. Þegar
fiskur heldur sig á ekki stærra svæði en þessu, hundrað bátar í einni bendu,
getur ekki hjá því farið að menn kafleggi hver aðra. Oftast er slíkt jafnað
með hógværð, en ef það kemur fyrir oftar en einu sinni, jafnvel tvisvar,
þrisvar sinnum, þá er eitthvað bogið við þann sem slíku veldur. Þá er tekið
upp í sig á bylgjunni heldur hetur og ekki allt úr bibh'unni sem sagt er.
Afli var með tregara móti.
Á skírdagskvöld hvarflar hugurinn að allt öðru en víni.
Þessir hraustu menn eru úrvinda.
Þegar þeir hafa skolað af sér slor og blóðslettur, hníga þeir örmagna í
skítugar kojurnar og lúgarinn ymur af hrotum.
14 Föstudagurinn langi
Þeir vöknuðu ekki fyrr en eftir hádegi, höfðu sofið af sér matinn, en hugg-
uðu sig við það befði ekki verið annað á borðum en soðning, enda skúffu-
steikti Karl Jóhann læri.
Það var drungi yfir deginum, þungskýjaður himinn og fánar í hálfa stöng.
Hann hitti stúlkuna og stöllu hennar á bryggjunni.
Hún var prúðbúin og hafði verið að svipast um eftir honum.
Það var gott að sjá hana eftir alla törnina.
Strákarnir ætluðu að éta hana með augunum og hún fór dálítið hjá sér.
Hendur hennar voru hrumlaðar og roðaslegnar eftir fiskinn og vangar ekki
eins fullir og áður.
Kondu að labba.
Hvert?
Bara eitthvað.
Þau gengu út úr bænum.
Það var nepja í golunni svo þau settust í skjól undir hrauni og hlustuðu
á kvak múkkans í klettunum. Hann var í hátíðaskapi vegna súldarinnar,
renndi sér kyrrum vængjum niður í brekkurnar og lét síðan uppstreymið
bera sig.
Þau töluðu fátt, sátu þétt saman á frakkanum hans, sem hann hafði breitt
undir þau og nutu hitans hvort af öðru. Stallan sat ein með fætur dregna
undir sig og dropa í nefi. Jörðin var köld og munaðarlaus í súldinni.
74