Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Blaðsíða 46
Tímarit Múls og menningar
eða jafnvel konúngaætta einsog á Egyftalandi og í Kína. Og er þá komið að
þriðju aðferð Ara í timatali: hann miðar reyndar markverða hluti oft við
ríkisár eða fall útlendra konúnga, en þó einkum við innlent kerfi sem er
afbrigði af því að miða við ríkisár konúnga; en þetta er íslenskt lögsögu-
mannatal miðað við leingd embættistíma þeirra. Dr. Ólafía kallar íslenska
aðferð í tímareikníngi til forna nokkurskonar samkomulagstilraun milli lærðr-
ar tímasetníngar („alþýðutals“, œra vulgaris, sem miðar við burðarár Krists)
og afstæðrar viðmiðunar.
Sem kunnugt er þá hefur Islendíngabók sex óafstæðar ársetníngar, miðað-
ar við burð Krists; mér er ekki kunnugt um að áður hafi verið grein gerð
fyrir þeim grundvelli sem útreikníngar Ara rísa á eins glögglega og dr. Ólafía
gerir, enda sé ég ekki betur en ljós hugsun og einfaldleiki í máli sé aðals-
merki þessarar islensku fræðikonu. Þessi eru sex óháð ártöl sem Ari tekur
mið af í Íslendíngabók með greinilegum stuðníngi eintaks af páskatöflunni
AM732etc:
A. Dráp Eadmundar einglakonúngs 20. nóv. 870 (gefið).
B. Hrafn Hængsson verður lögsögumaður, júní 930.
C. Fall Ólafs Tryggvasonar 9. sept. 1000 sem Ari segist hafa eftir Sæmundi,
en Sæmundur virðist hafa úr eingilsaxneskum krönikum (gefið).
D. Fall Ólafs Haraldssonar 29. júlí 1030.
E. Dauður ísleifur biskup 5. júlí 1080.
F. „Aldamót“, þeas. lýkur túnglöld 31. ágúst 1120 samkvæmt töflu einsog
AM732etc og hefst ný túnglöld eftir sömu töflu daginn eftir, 1. september,
sem er nýársdagur ársins 1121.
Af þessum sex óháðu ártölum, segir dr. Ólafía að ekki séu nema þrjú ör-
ugg, A C og F, en hin þrjú reiknuð út eftir þeim. Tvö ártöl „gefin“ sem stað-
reynd í tímasetníngu, einsog 20. nóvember 870 og 9. september 1000, nægja
til þess að hægt sé útfrá þeim að breyta með páskatöflu í óháðar ársetníngar
og jafnvel dagsetníngu livaða viðburði sem er og í milli liggur þessara ár-
tala, svo fremi vitað sé hvaða dag viku hann hafi gerst eða nálægt hvaða
messu, dánardægri frægðarmanns eða öðrum viðmiðanlegum púnkti í tíma.
Dr. Ólafía segir ennfremur að fundin séu í íslenskum heimildum önnur tíu
ártöl óháð, reiknuð út eftir Gerlandusi en ekki AM732 etc; og séu sjö þeirra
dánardægur biskupa í Skálholti. Ártöl í Húngurvöku telur hún reiknuð eftir
páskatöflu sem reist er á kalendarritgerðinni í Rím I, en sú ritgerð sækir
einnig vit sitt í Gerlandus.
36