Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Blaðsíða 57
Ný vísindagrein innan jarðfrœðinnar
Og síðan komstu heim?
Þó að dvölin í Bandaríkjunum hafi verið mjög ánægjuleg þá er ekki því
að neita, að fjölskyldan hjálpaðist öll að við að telja dagana seinna árið. Við
komum heim í byrjun október 1961 og ég gekk þá strax inn í starf við Iðnað-
ardeild. Það voru alimikil viðbrigði að koma beint frá rannsóknarstofu þar
sem öll nýjustu tæki voru fyrir hendi og byrja að vinna á Iðnaðardeild þar
sem ekkert var til utan það frumstæðasta, sem hægt var að komast af með.
Þó var þetta eini staðurinn sem bauð upp á nokkra möguleika til áframhald-
andi starfs á sviði jarðefnafræði og enginn skortur var á verkefnum.
Og hver haja þá verið helztu verkejni þín?
Efst á lista verð ég að setja það verkefni, sem hefur kostað mesta fyrirhöfn
og tíma, en það er að skapa starfsaðstöðu hér heima. Eins og ég gat um áðan
var aðstaða til jarðefnafræðilegra rannsókna mjög af skornum skammti, og
því ekki nema um tvennt að velja, annaðhvort að hverfa úr landi og leita
vinnu annars staðar eða reyna að skapa skilyrði til þessarar starfsemi.
Segja má að uppbygging þessarar starfsemi hafi gengið vonum framar.
Ég hef fengið styrki til tækjakaupa frá Vísindasjóði og frá vísindanefnd At-
lantshafsbandalagsins, og strax eftir að skriður komst á þessa starfsemi feng-
um við meiriháttar fjárframlög frá þeim aðilum, sem fást við rannsóknir og
virkjun á jarðhita. Þessu fé hefur að miklu leyti verið varið til kaupa á nýj-
ustu tækjum til jarðefnafræðirannsókna og nú er svo komið, að við Iðnaðar-
deild er aðstaða, sem jafnast á við rannsóknarstofur sem hafa með höndum
svipuð verkefni erlendis.
Jafnframt þessu hef ég reynt að vinna að öðrum verkefnum, en það er fyrst
núna í ár, sem hægt er að segja að aðstaðan sé eins og bezt verði á kosið,
eftir að efnagreiningasalur Iðnaðardeildar hefur verið algjörlega endur-
nýjaður.
Nokkrum dögum eftir að ég kom heim frá U.S.A. byrjaði Askja að gjósa
og það féll í minn hlut að gera grein fyrir gosefnunum. Einhvernveginn æxl-
aðist það svo, að úr þessu varð meiriháttar rannsóknaráætlun um berg-
fræði og jarðfræði Dyngjufjalla.Ætlunin er að kortleggja þetta svæði og gera
grein fyrir bergfræði þess. Ég hef dvalið í Odáðahrauni um lengri eða
skemmri tíma í tvö sumur og vonast til að verja meiri tíma til þessa verkefnis
í framtíðinni en hingað til.
Jarðefnafræði jarðhitasvæðanna er annað verkefni, sem unnið hefur verið
að. Ég hef einkum reynt að gera mér grein fyrir efnafræði heita vatnsins út
47