Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Blaðsíða 67
Tíu á HöfSanum
Mér þykir þú vera harð’ur á því, Sæmundur, sagði sá sem var bezt geymdur
í bælinu. Ég hreyfi mig ekki í þessum andskota.
0, ætli þú komir ekki á eftir okkur, Einar minn. Þú ert þá eitthvað breyttur.
Nei, sagði hinn. Ég er búinn aÖ segja strákunum að fara heim.
Mér heyrðist vera í gangi hjá þér, sagði kallinn. Það hefur kannske verið
misheyrn.
Hann opnaði fyrir spánni. Það voru ærandi truflanir í tækinu og þulurinn
sagði suðvestan átta á Höfðanum.
Hann er að hægja, sagði kallinn, þreif vettlinga sína af kabyssunni og gekk
að stiganum. Ætli við skoðum ann ekki, strákar?
Það var veðurhljóð í lofti, far á honum og flestir að binda báta sína betur.
4
Það voru hraktir menn og kaldir, sem komu heim í kytruna um kvöldið.
Stúlkan Malla var komin ásamt stöllu sinni, sem hafði lagt undir sig koju
unglingsins. Hún dillaði sér þarna með hlátur í dökkum augum, hafði spark-
að af sér támjóum og hælaháum skóm og sagði: Halló, strákar!
Hún hét Maja og treysti sér ekki heim í úrsynningnum.
Mátti hún ekki gista. Hún gat svo vel kúrt á gólfinu.
Gólfinu! sagði unglingurinn. Væri það nú gestrisni.
Hann settist hjá henni og tók yfrum hana á kojunni.
Stilltu þig gæðingur.
Beituskarfurinn sem hafði setið yfir öngulsárum höndum sínum, leit nú
upp.
Komdu heldur til mín elskan. Ég er gamall og reyndur.
Átti hún kannske að búta sig í sundur?
Það þarf engan Salómonsdóm, sagði beituskarfurinn. Kondu bara.
Skiftu þér ekki af minni stelpu, sagði unglingurinn. Það gæti orðið þér
örlagaríkt.
Engin stóryrði, vinur. Þau fara þér svo illa.
Hann gekk út að glugganum.
Það verður ræs í nótt.
Stýrsi sem kominn var bakvið hengið með lagskonu sína, kallaði:
Fariði nú að andskotast í bælið, strákar.
Stúlkan hafði hreiðrað um sig í kojunni og beið næturinnar með hlátur
í augum.
57