Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Blaðsíða 14
Kristinn E. Andrésson
Bókmenntaárið 1965
1
Sú skoðun hefur verið uppi hin síðustu ár að ádeilubókmenntir væru horfnar
úr tízku, þær hafi fylgt fátækt og kreppu en eigi ekki heima í „velferðarríki“.
En þá ber allt í einu til tíðinda á árinu sem leið að hin þj óðfélagslega
ádeila, sem verið hafði feimnismál um skeið og talin í andstöðu við tízkuna,
rís af nýju afli með ungum skáldum, eins og rjúki upp með storm eftir lognið
að undanförnu.
Ekki ádeilan ein hefur farið hj á sér í bókmenntunum, heldur hefur hugsun
æskunnar og listamanna yfirleitt verið fráhverf þjóðfélagsmálum og reyndar
hrakið efni og innihald skáldskapar og listar út í horn og skipað tízkustefnum
formsins í öndvegi, og í stað samfélagslegra sjónarmiða hefur einstaklings-
hyggjan staðið í blóma og kastljósið heinzt að smáatriðum og manninum
sem stefnulausu rekaldi og að auðvirðileika hans og tilgangsleysi allrar mann-
legrar viðleitni. Þeim mun athyglisverðara er að skáldrit síðasta árs, í hvaða
formi sem eru, hafa íslenzkt nútíðarþjóðfélag að viðfangsefni eða kryfja það
á einhvern hátt til mergjar. Ég tek hér aðeins upp, áður en lengra er haldið,
nöfn og höfunda þessara skáldrita: smásagnasöfnin Leynt og Ijóst eftir Olaf
Jóh. Sigurðsson og 1 heiðinni eftir Björn Bjarman fyrir utan nýbirta sögu í
Tímariti Máls og menningar, Kall stríð eftir Gísla Ásmundsson, leikritin
Minkarnir eftir Erling E. Halldórsson og Stormur í grasinu eftir Bjarna Bene-
diktsson jrá Hofteigi og skáldsögurnar Dœgurvísa eftir Jakobínu Sigurðar-
dóttur, Orgelsmiðjan eftir Jón frá Pálmholti, Borgarlíf eftir Ingimar Erlend
Sigurðsson og loks Svört messa eftir Jóhannes Helga. í verkum þessum er
ádeilan misjafnlega opinská eða aðsópsmikil og þau sjálf misjöfn að styrk-
leika og gerð, enda höfundarnir á ólíku þroskastigi og fer á ýmsa vegu hvar
þeir leggja áherzlu, á listræna framsetningu eða þunga ádeilunnar, en hvert
mat sem lagt er á einstakt verk sýna þau hvert um sig og einkanlega öll í heild
að eitthvað nýtt er á seyði, og hljóta þeir sem fylgzt hafa með íslenzkum bók-
menntum að líta upp er þeir sjá allan þennan gróður á einu ári og spyrja:
4