Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Blaðsíða 99

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Blaðsíða 99
miissen auch was geben, sem svo hljóðar í þýðingunni: Ef stríðið skal þig næra/Þú verður fórn að færa. Og þá erum við komin að þýðingunni — drottinn minn dýr og sæll! í upphafi þessa máls kallaði ég leikritið risavaxna mynd. Það eru ekki einasta tæknibrögð leikar- anna, sem þjóna því hlutverki að vera drættir í þeirri mynd, einnig sjálf leikrit- unartæknin er af sama toga — þannig er málfar persónanna, líkingamál þess einnig drættir í þessa mynd og ekki lítilvægir ef við til að mynda gætum þess að tíðar myndlíkingar orðfærisins eru yfirleitt beint úr daglegu lífi þessa fólks og þjóna þann- ig raunsæi lýsingarinnar á almennu dag- legu lífi slíkra hörmungartíma. Ruth Berlau greinir frá því að hollenzki þýð- andinn hafi setið æfingar og rætt hverja setningu við leikarana báðum aðilum til mikils skilningsauka. Raunar er það ekk- ert tiltökumál þó þýðandi sitji æfingar, þannig ætti að vinna allar leikhúsþýðingar, en með verk Brechts er það bráðasta nauð- syn. Onnur vinnubrögð hafði Eric Bentley þegar hann þýddi verkið á ensku — hann vann þýðinguna jafnframt vinnu sinni við Miinchenaruppfærslu leiksins og hafði þannig ljósan fyrir sér tilgang hverrar setn- ingar eins og hún hljómar í lifandi upp- setningu á frummálinu. Jafnvel með þess- um vinnubrögðum eru góðir Brechtþýðend- ur afar fágætir svo það er mikil fólska að fela slíkt verk ungum manni og að því er virðist algjörlega óreyndum á þessu sviði. Enda er árangurinn eftir því. Þýðing lausa- málsins er líklega einna helzt sambærileg við fyrstu heildarþýðingu verka Brechts í U.S.A. Sú þýðing var unnin af skrifstofu- hlókum óamerísku nefndarinnar og var not- uð í réttarhöldum gegn honum. Raunar hefur sú þýðing þá sérstöðu að hún var hin gagnlegasta fyrir höfundinn því hann gat Hörmulegt slys eða farsótt? smeygt sér hjá hverri ákæru á þeirri for- sendu að þýðingin væri röng. Það verður að nægja að taka örfá dæmi úr fyrstu mynd til að sýna hvernig með- ferðin er. Þar mætir Courage tveim her- mannaruddum og gefur þeim ekkert eftir, það segir nokkuð um karakter hennar og lífsviðurværi að hún yfirtrompar þessa karla með litríku orðbragði sínu. En bara á frummálinu — íslenzka þýðingin er ýmist umsnúin í stokkfrosin orðatiltæki eða for- fínuð í stássstofutal — Wenn du dir in die Hosen machst er þýtt Ef þú ferð á rassinn með þetta. Þannig má nefna rass í föstu orðatiltæki en engan veginn þá athöfn sem óþverraskapur frumtextans segir frá. í ann- an stað eru þrælbundnar orðabókaþýðingar — Die guten Leut leben vom Geschaft verður Þetta góða fólk lifir þó á verzlun. Samt virðist orðabókin ekki altént hafa verið við höndina því lýsingarorðið fromm er t. d. ýmist þýtt með nafnorðinu mein- lætamaður eða lýsingarorðinu hraustur. Dæmi um furðulega rangþýðingu getur að líta í annarri mynd þegar kokkurinn segir: Fjandinn hafi það, komdu með hann, Gyð- ingurinn þinn. Eðlilega er dýpra á Gyð- ingahatrinu hjá höfundi þýzka textans því hann segir: Gib her, zum Teufel, du Er- presserin. Þegar Courage reiðist Eilífi ávarpar hún hann jafnan með sama hætti: Du finnischer Teufel, líklega væri of gróft að láta hana segja Finnski andskoti! því ýmist er þetta Þinn finnski ræfill! eða Strákbjálfi! I þessum grautardalli týnist allt málfar persónanna, sérkennin leysast upp í slepjulega hvoðu — ambögulím væri rétta vörumerkið á þessa framleiðslu. Það virðist vera að komast á föst hefð hérlendis í þýðingum á söngvum Brecht- leikrita. Þessi hefð er svo hugdjörf, að enn er hún óhögguð þótt hætta yrði sýningum fyrir fullu húsi hér um árið vegna þess að áhorfendur kunnu ekki að meta söngvana 89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.