Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Blaðsíða 99
miissen auch was geben, sem svo hljóðar í
þýðingunni: Ef stríðið skal þig næra/Þú
verður fórn að færa.
Og þá erum við komin að þýðingunni —
drottinn minn dýr og sæll! í upphafi þessa
máls kallaði ég leikritið risavaxna mynd.
Það eru ekki einasta tæknibrögð leikar-
anna, sem þjóna því hlutverki að vera
drættir í þeirri mynd, einnig sjálf leikrit-
unartæknin er af sama toga — þannig er
málfar persónanna, líkingamál þess einnig
drættir í þessa mynd og ekki lítilvægir ef
við til að mynda gætum þess að tíðar
myndlíkingar orðfærisins eru yfirleitt beint
úr daglegu lífi þessa fólks og þjóna þann-
ig raunsæi lýsingarinnar á almennu dag-
legu lífi slíkra hörmungartíma. Ruth
Berlau greinir frá því að hollenzki þýð-
andinn hafi setið æfingar og rætt hverja
setningu við leikarana báðum aðilum til
mikils skilningsauka. Raunar er það ekk-
ert tiltökumál þó þýðandi sitji æfingar,
þannig ætti að vinna allar leikhúsþýðingar,
en með verk Brechts er það bráðasta nauð-
syn. Onnur vinnubrögð hafði Eric Bentley
þegar hann þýddi verkið á ensku — hann
vann þýðinguna jafnframt vinnu sinni við
Miinchenaruppfærslu leiksins og hafði
þannig ljósan fyrir sér tilgang hverrar setn-
ingar eins og hún hljómar í lifandi upp-
setningu á frummálinu. Jafnvel með þess-
um vinnubrögðum eru góðir Brechtþýðend-
ur afar fágætir svo það er mikil fólska að
fela slíkt verk ungum manni og að því er
virðist algjörlega óreyndum á þessu sviði.
Enda er árangurinn eftir því. Þýðing lausa-
málsins er líklega einna helzt sambærileg
við fyrstu heildarþýðingu verka Brechts í
U.S.A. Sú þýðing var unnin af skrifstofu-
hlókum óamerísku nefndarinnar og var not-
uð í réttarhöldum gegn honum. Raunar
hefur sú þýðing þá sérstöðu að hún var hin
gagnlegasta fyrir höfundinn því hann gat
Hörmulegt slys eða farsótt?
smeygt sér hjá hverri ákæru á þeirri for-
sendu að þýðingin væri röng.
Það verður að nægja að taka örfá dæmi
úr fyrstu mynd til að sýna hvernig með-
ferðin er. Þar mætir Courage tveim her-
mannaruddum og gefur þeim ekkert eftir,
það segir nokkuð um karakter hennar og
lífsviðurværi að hún yfirtrompar þessa
karla með litríku orðbragði sínu. En bara
á frummálinu — íslenzka þýðingin er ýmist
umsnúin í stokkfrosin orðatiltæki eða for-
fínuð í stássstofutal — Wenn du dir in die
Hosen machst er þýtt Ef þú ferð á rassinn
með þetta. Þannig má nefna rass í föstu
orðatiltæki en engan veginn þá athöfn sem
óþverraskapur frumtextans segir frá. í ann-
an stað eru þrælbundnar orðabókaþýðingar
— Die guten Leut leben vom Geschaft
verður Þetta góða fólk lifir þó á verzlun.
Samt virðist orðabókin ekki altént hafa
verið við höndina því lýsingarorðið fromm
er t. d. ýmist þýtt með nafnorðinu mein-
lætamaður eða lýsingarorðinu hraustur.
Dæmi um furðulega rangþýðingu getur að
líta í annarri mynd þegar kokkurinn segir:
Fjandinn hafi það, komdu með hann, Gyð-
ingurinn þinn. Eðlilega er dýpra á Gyð-
ingahatrinu hjá höfundi þýzka textans því
hann segir: Gib her, zum Teufel, du Er-
presserin. Þegar Courage reiðist Eilífi
ávarpar hún hann jafnan með sama hætti:
Du finnischer Teufel, líklega væri of gróft
að láta hana segja Finnski andskoti! því
ýmist er þetta Þinn finnski ræfill! eða
Strákbjálfi! I þessum grautardalli týnist
allt málfar persónanna, sérkennin leysast
upp í slepjulega hvoðu — ambögulím væri
rétta vörumerkið á þessa framleiðslu.
Það virðist vera að komast á föst hefð
hérlendis í þýðingum á söngvum Brecht-
leikrita. Þessi hefð er svo hugdjörf, að enn
er hún óhögguð þótt hætta yrði sýningum
fyrir fullu húsi hér um árið vegna þess að
áhorfendur kunnu ekki að meta söngvana
89