Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Blaðsíða 30

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Blaðsíða 30
Tímarit Máls og menningar skáldsögu sína, hefur auga með öllu sem gerist, kynnist fólkinu, fyrst laus- lega síðar náið. Hann fer sínar ferðir, leggur undir sig sandströndina og skálmar þar, ekki sízt þegar brimskaflarnir rísa. „Hafseltan rífur sorann úr manninum, þvær af honum letina og ldeður æðar hans guðlegu þreki.“ Murt- ur er veraldarvanur, fer með framandi tal, slær ekki hendi við ævintýrum, vekur strax athygli. „Ég heiti Murtur. Ég stika minn kúrs hvað sem tautar og raular.“ Hann er tággrannur „alveg eins og spýta“. „Svart hár hans hrús- aði og skiptist í miðjunni, það var eins og makki. Hann liafði útlit fyrir að vera ófyrirleitinn“, hugsar sýslumannsfrúin. Síldarstúlkan Úlfhildur Björk var „alls ekki viss um að henni líkaði augnaráð hans“. „Og hann hefur orm í auga helvízkur“, segir Sigmann skipstjóri. Fegurðardrottningin Hildigunn- ur, vinkona hans frá fyrri árum, segir að einkunnarorð hans gætu verið „Allt strax — eða aldrei“. Þetta unga skáld, hreinskilinn og ófyrirleitinn, tekur mynd af stormi og brimi, skap hans ólgar, hann dregst að alþýðu, upp- runaleik hennar, hatar lygi og fals, lendir í árekstrum við hótelgesti, Filipus fuglafræðing sem er daglegt bergmál af Kvöldblaðinu, málara sem aldrei rennur af, fegurðardrottninguna Hildigunni með sínum útlenda umboðs- manni sem halda fyrir honum vöku um nætur. Hún er dæmi þeirra er ganga kaupum og sölum og hann særir hana miskunnarlaust þar til hún játar sitt innantóma líf. En hatur hans eins og alþýðu brennur þó heitast gegn her- stöðinni, meinsemd eyjarinnar. Með aðstoð sýslumanns, fulltrúa landsstjórn- arinnar, lokka hermennirnir til sín strax börnin. „Hingað hafa unglingar milli níu og þrettán ára aldurs verið boðnir á kirkj uhátíðir“, kærir prestur- inn fyrir liðsforingjanum. Dæmi er tekið af Nönu, hún kom fyrst á stöðina ellefu ára. „Hermennirnir hera hana og jafnöldrur hennar á herðum sér og hlaða á þær gjöfum og sælgæti. Sýslumaðurinn og liðsforinginn standa í ljósadýrðinni og brosa til þeirra.“ Síðar verður Nana eitt fórnarlambið, mis- þyrmt og harðlega leikin, eitt sinn að Katli og Murt áhorfandi þar sem þeir voru á háti úti fyrir stöðinni. „Þegar Murtur er skilinn við Ketil og kominn heim á hótelið finnur hann að hann mun hvorki geta unnið né heldur verði honum svefnsamt, hann heldur því niður á sandana að kæla höfuðið .... Hann þræðir löðrið hröðum skrefum og skapsmunir hans gera ýmist að rísa eða hníga eins og brimskaflarnir sem sækja að honum ... Honum þykir sem reiðar kynslóðir teygi tærðar hendur yfir átta alda myrkur og hrópi álasandi í hriminu. Heimsbókmenntirnar sem þessar knýttu hendur skópu og varð- veittu, nauðvörn og síðasta spil útskúfaðrar þjóðar sem var að farast á mörkum heimsins, úthverfan á þjáningu sem er dýpri en hafsjór tára gæti 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.