Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Blaðsíða 66
Tímarit Máls og menningar
Það var ys og þys við höfnina, menn með stampa á bílum, ymur í vélum,
köll, hávaði. Bátarnir lágu hver utan á öðrum og reyndu á landfestar.
Það verður einhver skælingur, sagði formaðurinn þegar þeir höfðu hellt
uppá í lúgarnum. Maður kastar þessu þá í leirinn ef ekki vill betur til. Ann-
ars var kominn grimmur fiskur á Víkinni. Austfirðingarnir voru að hell’onum
þar í sig. Það yrði sosum ekki amalegt að lensa þangað austur, líklegast
lúshægur þar í vestanáttinni.
Hann skvampaði í sig hverri könnunni á fætur annari af biksvörtu og
næstum hnausþykku kaffinu með molasykri og var í essinu sínu.
3
Það var róið um nóttina.
Karl Jóhann hafði ekki sofnað þegar klossaþrammið barst til hans utan af
götunni og kallinn stóð úlpuklæddur og búralegur á gólfinu.
Ræs strákar!
Þeir þutu framúr allir utan unglingurinn. Hann rótaði sér ekki fyrr en
stýrsi gekk í skrokk honum, sat drjúga stund framaná, drungalegur og mjó-
kríkaður og starði óglaður í sementsrykið á gólfinu.
Áttu ekkert föðurland, strákur? Þú króknar í þessum stuttbrókarhráka.
Nei, unglingurinn átti ekkert föðurland, hafði ofnæmi fyrir föðurlöndum.
Það er kannske betra að krókna, sagði stýrsi.
Það vissi unglingurinn ekki, en hann kærði sig ekki um ofnæmi.
Hann gekk á með éljum, söng og spilaði í húsaþökum og götuljósin hurfu
í hörðustu hryðjunum.
Það verður ekkert farið, sagði unglingurinn og gekk andfætis í éljunum.
Þetta verður ekki annað en narr. Það er ekki snefill af sjóveðri.
Ekkert mjálm, sagði stýrsi og hafði forystuna til sjávar. Hann lægir með
birtunni.
Það var kaffipartí í lúgarnum, vomur í köllum og úrsynningurinn átti ekki
upp á háborðið.
Nei, maður er bezt geymdur í bælinu hjá kellingunni, sagði einn. Það
kemur ekkert út úr svona sjóveðrum.
0, ætli þau yrðu ekki fá tonnin manns ef maður ætti alltaf að dorga í bæl-
inu. Smeykur er ég um það.
Þeir tóku í sama streng hinir.
Það er bezt að doka eftir veðrinu. Ef hann verður eitthvað vægari, skellir
maður sér í’ann. Kastar þessu í tindabikkjuna ef ekki vill betur til.
56