Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Blaðsíða 44

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Blaðsíða 44
Tímarit Máls og menningar af Bedu presti heilögum sem lifði 400 árum á undan Ara. Franskir lærisveinar Bedu kendu tímatalið frönskum annálariturum að honum látnum, en þaS var ekki alment notað í sagnfræði fyren laungu síðar. Faðir íslenskra bókmenta Ari er sá einn höfundur norrænn sem snemma á 12. öld grundvallar tímatal á Bedu presti. Einsog áður var á vikið eru ártöl þau frá þjóðveldistímanum sem bókfest voru að Ara liðnum öll grundvölluð á öðru tímatali, sem sé Gerlandusar; en þar skakkar sjö árum við díonýska tímatalið, vegna þeirrar visku sem Gerlandus hafði fundið, og samþykt var í Róm, að Kristur hefði verið í heiminn borinn árið 8 að voru tímatali. Þetta tímatal var samt ekki fyrirskipað af páfa leingur en í eitthvað sextíu ár og hreinlega afnumið á öndverðri 13. öld — nema í íslenskri sagnaritun og Íslendíngasögum. En í tímatali Gerlandusar verða öll ártöl sjö einíngum lægri en í því sem Beda hafði eftir Díonýsíusi — og við nolum nú. Dr. Ólafía hefur fundið að dánarár Þorláks biskups helga sé fyrst ártala á Islandi sett eftir timatali Gerlandusar, en saga Þorláks er samin um 1200. í ritum þeim öllum sem Húngurvaka heldur er haft tímatal Gerlandusar og biskupasögur hafa það jafnt norðan- lands og sunnan. Islendíngasögur hafna Ara þó oft ekki nema til hálfs en láta Gerlandus rugla sig í ríminu; virðist höfundum þeirra oft verða vandi á höndum hvern skuli upp taka; því þó sögurnar séu skáldskapur mestan part, verða þær einsog allar frásagnir atburða sannar og lognar að reisa á skynsamlegri aðferð í tímatali, annars væru þær orðnar að nokkurskonar þjóðsögum Jóns Árnasonar. En loksins kippir Sturla Þórðarson þessu í liðinn aftur í kríngum 1270—80. í AM732etc er túnglöldin, nítján ár, táknuð í 20 ára tímabilum, sem er hentug tímaleingd til merkíngar á hlaupárum auk þess sem notkun tugakerfis gerir þeim sem töfluna notar hægara fyrir um reikníng. Til að forðast of- lánga fræðirakníngu í efni sem reyndar er hverju barni auðskilið, en á ekki heima í tímariti um almenn mál, verður hér nægst við að benda á að höfuð- tilgángur páskatöflu er sá að merkja páskinn, höfuðhátíð kristinnar trúar; en stjarnfræðileg ákvörðun hans var gerð að tímatalsgrundvelli kristindóms- ins á kirkjuþínginu í Nikeu árið 325, og á þeim tímagrundvelli lifum vér enn; eftir þeirri samþykt er páskahald einsog allir vita látið bera uppá fyrsta sunnudag eftir fult túngl eftir jafndægur á vori. Þessi aðferð í tímareikníngi er kend við reiknimeistarann Þeófílus af Alexandríu,enhannmiðarvið„borg- aralegt11 ár egyfta, sem svo er nefnt; árið fékst semsé með því að skifta túngl- öldinni, cyclus lunaris, niður í 19 ár. Þetta ár sem var bundið skattheimtu í Egyftalandi til forna var látið hyrja 1. september, og samkvæmt því var sá 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.