Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Blaðsíða 44
Tímarit Máls og menningar
af Bedu presti heilögum sem lifði 400 árum á undan Ara. Franskir lærisveinar
Bedu kendu tímatalið frönskum annálariturum að honum látnum, en þaS var
ekki alment notað í sagnfræði fyren laungu síðar. Faðir íslenskra bókmenta
Ari er sá einn höfundur norrænn sem snemma á 12. öld grundvallar tímatal á
Bedu presti. Einsog áður var á vikið eru ártöl þau frá þjóðveldistímanum
sem bókfest voru að Ara liðnum öll grundvölluð á öðru tímatali, sem sé
Gerlandusar; en þar skakkar sjö árum við díonýska tímatalið, vegna þeirrar
visku sem Gerlandus hafði fundið, og samþykt var í Róm, að Kristur hefði
verið í heiminn borinn árið 8 að voru tímatali. Þetta tímatal var samt ekki
fyrirskipað af páfa leingur en í eitthvað sextíu ár og hreinlega afnumið á
öndverðri 13. öld — nema í íslenskri sagnaritun og Íslendíngasögum. En í
tímatali Gerlandusar verða öll ártöl sjö einíngum lægri en í því sem Beda
hafði eftir Díonýsíusi — og við nolum nú. Dr. Ólafía hefur fundið að dánarár
Þorláks biskups helga sé fyrst ártala á Islandi sett eftir timatali Gerlandusar,
en saga Þorláks er samin um 1200. í ritum þeim öllum sem Húngurvaka
heldur er haft tímatal Gerlandusar og biskupasögur hafa það jafnt norðan-
lands og sunnan. Islendíngasögur hafna Ara þó oft ekki nema til hálfs en
láta Gerlandus rugla sig í ríminu; virðist höfundum þeirra oft verða vandi
á höndum hvern skuli upp taka; því þó sögurnar séu skáldskapur mestan
part, verða þær einsog allar frásagnir atburða sannar og lognar að reisa á
skynsamlegri aðferð í tímatali, annars væru þær orðnar að nokkurskonar
þjóðsögum Jóns Árnasonar. En loksins kippir Sturla Þórðarson þessu í liðinn
aftur í kríngum 1270—80.
í AM732etc er túnglöldin, nítján ár, táknuð í 20 ára tímabilum, sem er
hentug tímaleingd til merkíngar á hlaupárum auk þess sem notkun tugakerfis
gerir þeim sem töfluna notar hægara fyrir um reikníng. Til að forðast of-
lánga fræðirakníngu í efni sem reyndar er hverju barni auðskilið, en á ekki
heima í tímariti um almenn mál, verður hér nægst við að benda á að höfuð-
tilgángur páskatöflu er sá að merkja páskinn, höfuðhátíð kristinnar trúar;
en stjarnfræðileg ákvörðun hans var gerð að tímatalsgrundvelli kristindóms-
ins á kirkjuþínginu í Nikeu árið 325, og á þeim tímagrundvelli lifum vér enn;
eftir þeirri samþykt er páskahald einsog allir vita látið bera uppá fyrsta
sunnudag eftir fult túngl eftir jafndægur á vori. Þessi aðferð í tímareikníngi
er kend við reiknimeistarann Þeófílus af Alexandríu,enhannmiðarvið„borg-
aralegt11 ár egyfta, sem svo er nefnt; árið fékst semsé með því að skifta túngl-
öldinni, cyclus lunaris, niður í 19 ár. Þetta ár sem var bundið skattheimtu í
Egyftalandi til forna var látið hyrja 1. september, og samkvæmt því var sá
34