Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Blaðsíða 83
Tíu á Höfðanum
verður. Oðru máli gegndi með Anton. Hann stóð hálfboginn yfir ruslafötunni,
kúgaðist og þegar hann leit upp sátu svitaperlur á enni hans.
Þú átt gott, sagði hann við Karl Jóhann, brosið eins og grelta í nábleiku
andlitinu. Þetta hefst út úr drykkjunni.
Karli Jóhanni dettur ekki i hug að tjá sig. Hann má halda hann sé aðeins
einn, sem þjáist.
Hann hnígur niður við borðið, byrgir andlit í bólgnum höndum, stynur.
Þetta var ömurlegur dagur, þunnir menn, þunnur afli. Það var væll á bylgj-
unni og lagt á sama.
12
Það er farið að teygjast úr deginum og páskar á næstu grösum. Allt hefur
tekið stakkaskiptum, brekkurnar kringum bæinn orðnar grænar fram á yztu
þramir, móbergið undir, sem hregg og særok höfðu litað grágrænt, orðið
ljósbrúnt, fugl á hverri syllu.
Vorið er komið.
Það speglast í augum fólksins, lýsir sér í klæðnaði þess, brosi og fasi.
Dag hvern stirnir á sæinn eins og spegil, sem hrotnar og splundrast undan
stefnum skipanna.
Og svo kom hrotan, þessi langþráði endasprettur. Eyktir dags og nátta
renna saman í eitt og ekkert er til utan vinna, þorskur, slor.
Hún hófst um morguninn á bátahylgjunni, barst út um hæinn.
Þeir eru að hella honum í sig á bankanum.
Um kvöldið fóru svo fyrstu bátarnir að koma inn eins og fjalir á sjónum
og spegill hafnarinnar nieð björgin og fiskiðjuverin á höfði í sér splundrað-
ist undan stefnum þeirra.
Glaðklakkalegir menn veifuðu fangalínum og hrostu gegnum slorstorkuna
til stúlknanna.
Nú var gaman að lifa.
En um bryggjur spígsporuðu frakkaklæddir menn svo einstaklega fínir og
þokkalegir með reiknivélaandlit og pappírshendur. Það má sjá á svip þeirra
að þeir eru að leggja saman, margfalda, þríliða og jafna.
Sæljónið kom með þeim fyrstu að. Sá gamli með saltfiskshendurnar lék
við hvern sinn fingur, enda flaut inn á skammdekk á kollunni.
73