Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Blaðsíða 25
Bókmenntaárið 1965
bremiur í gasoínum, „brennur á sál og líkama", lifir kjarnorkubruna jarð-
arinnar.
Lesendur fá litla hugmynd um þann sem sagan er af, nema allt kemur
fram við hann. Hann er skáld og Maður, sá sem finnur til og verður af þeim
sökum að lifa allar þjáningar, og einmitt af því að hann er skáld og finnur
til er hann sannur maður sem allt leitar til gotl og illt, og hann er sá einn
sem lifir af, ásamt jökulblómi, þegar jörðin er brunnin í eldi. Fyrir þann
hæfileika sinn að finna til og þjást skynjar hann heiminn. Og þeim sem
skynjar heim nútímans með helsprengjum og auðvaldi af næmleika skálds
hlýtur að vera innanhrjósts sem í pyndingarklefa: sú er niðurstaðan. Og
þannig skoðuð er sagan logheit ádeila.
5
lngimar Erlendur Sigurðsson haslar skáldsögu sinni völl með titli hennar,
Borgarlíf. I upphafi bókar bregður hann upp mynd af tólfhæða byggingu,
nýrisinni á rústum gamals húss í miðbæ borgarinnar. Hið gamla brann til
grunna, allt nema stálmaðurinn, sem er í senn ímynd forneskju og verður eins
og tákn hinnar nýju byggingar eða andinn sem fylgir henni. Það fer ekki
milli mála að hér er risin höll braskaravaldsins á íslandi, ímynd hins nýja
yfirstéttar- og hernámsþjóðfélags, auðvaldshöllin, sú marggylta. Hér í þessari
borg eru allar rætur slitnar frá náttúrunni, maðurinn orðinn „svikari við
jörðina“, algerlega rótslitinn úr sveitinni. Borgarlífið er reist á gerólíkum
grunni. Höfuðpersónan Logi er í sveit þegar sagan hefst, en fæddur borgar-
búi, reyndar í gamla húsinu af fátæku foreldri, móðir hans hafði hrakizt í
bragga. Hann á enn djúpar rætur í sveitinni, unir sér þar, finnst hann eiga
þar heima. En honum er ljóst að í borginni verður hann að heyja baráttu
sína og hann sækir um starf í sjálfri háborg braskaravaldsins við höfuðblað
borgarinnar, sem nefnt er í sögunni bara Blaðið. Hann veit að hann er „að
fara í heimilisleysið“ en vill eiga þátt í „heimsstríði mannssálarinnar“. Ekki
hundur dillar rófu þegar hann fer úr sveitinni. Sem borgarbúi er hann sak-
bitinn, finnst hann hafa höggvið á ræturnar sem liggja niður í moldina.
Hvers leitar þessi ungi maður, höfuðpersóna Borgarlífs? Hann leitar að
fótfestu í borginni, skilningi á eðli hennar, að einhverju sem hald sé í, hann
er í leit að sjálfum sér og mannlegum verðmætum í hinu borgaralega þjóð-
félagi.
Umsókn Loga um blaðamennskustarf er alger tilviljun, hann sér auglýsingu
15