Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Blaðsíða 58

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Blaðsíða 58
Tímarit Múls og menningar frá þeim niðurstöðum, sem liggja fyrir um myndbreytingar í berggrunni jarðhitasvæðanna. í þessu skyni hefur verið gerð athugun á efnasamsetningu vatns nokkurra svæða, svo sem í Borgarfirði, Haukadal og Hveragerði. Niður- stöður benda til þess, að unnt sé að gera sér nokkra grein fyrir rennsliskerfi vatnsins innan ákveðins jarðhitasvæðis á grundvelli efnainnihaldsins. Þá hefur Surtsey tekið nokkurn tíma og önnur smærri verkefni. Hvað telur þú aðalgildi þessara rannsókna? Eg kýs að svara þessari spurningu nokkuð almennt, því að enda þótt hver einstaklingur geti bent á eitt og annað gagn, sem verður af starfi hans, þá kemur gildið ekki að fullu í ljós fyrr en málin eru metin á breiðari grund- velli. Venja er að skipta rannsóknarstörfum í tvo flokka. Annars vegar undir- stöðurannsóknir, sem ekki hafa beint hagnýtt gildi innan fyrirsjáanlegs tíma, liins vegar hagnýtar rannsóknir, þar sem niðurstöðurnar geta komið að bein- um notum á einhverju sviði þjóðlífsins innan fyrirsj áanlegs tíma. Raunar miða allar rannsóknir að einhverjum frainförum í þjóðfélaginu, það er því ef til vill aðeins tímaspursmál hvort þær teljast hagnýtar eða ekki. Eldfjallafræði telst t. d. án nokkurs vafa til undirstöðurannsókna í Dan- mörku, en á íslandi er mjög eðlilegt að líta á eldfjallafræði sem hagnýta vís- indagrein. Hvortveggja kemur til, að við nýtum jarðvarmann í mjög ríkum mæli og auk þess er okkur nauðsynlegt að leggja áherzlu á hvers konar rann- sóknir á eldfjöllum vegna þeirrar hættu, sem sífellt vofir yfir vegna eldgosa. Jarðhitinn er svo auðsætt hagnýtt rannsóknarefni, að á það þarf ekki að leggja frekari áherzlu í þessu sambandi. Hitt virðist ef til vill ekki liggja eins beint við, að eldfjallarannsóknir séu svo aðkallandi hagnýtt vandamál. Því miður þarf oft meiriháttar slys til þess að augu manna opnist fyrir ákveðnum staðreyndum umhverfisins. Þau slys, sem eldgos geta valdið, eru hinsvegar svo stórkostleg, að einskis má láta ófreistað að draga úr eða koma í veg fyrir, að slíkt geti hent. Með nútima tækni er oft mögulegt að fara nærri um, hvort eldstöðvar eru í þann veginn að gjósa og slík vitneskja er óinetanleg til að gera nauðsynlegar ráðstafanir í tíma. A hinn bóginn er líka full ástæða til að benda á það fræðilega gildi, sem íslenzkar rannsóknir á sviði eldfjallafræði hafa. Vegna sérstöðu landsins eru skilyrði til slíkra rannsókna e. t. v. betri hér en víðast hvar annars staðar í heiminum og því ætti það að vera metnaðarmál okkar að leggja verulega af 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.