Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Blaðsíða 45

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Blaðsíða 45
Tímatalsrab b siður ríkjandi víða um lönd á miðöldum, ma. á íslandi, að telja ársbyrjun 1. september þegar reiknað var tímatal, svo heill vetur yrði í hverju ári. Var árið þá miðað við vetur sem vel er kunnugt úr fornum bókum, og enn er siður þegar talað er um aldur búpeníngs að undanteknum köttum. Bæði keisarinn í Miklagarði og páfinn í Róm notuðu þessa aðferð. Af skírskotun Ara til „aldamóta“, þe. túnglaldaskila, og reyndar af aug- ljósum teingslum Íslendíngabókar við páskatöflu einsog AM732etc, verður greinilegt að Ari reisir ártöl sín á tímatali sem gerir ráð fyrir að 1. september sé fyrstur dagur í ári. En sakir rugls sem á þessu var í kristindómi, þar sem nokkrir aðhyltust skattamánuð rómverja, janúar, sem fyrstan í ári, er þetta stundum á misvíxl hjá sama höfundi. Af rannsóknum dr. Olafíu verður deg- inum ljósara að sagnfræði sem geingur að því vísu að Ari hafi gert ráð fyrir áraskiftum 1. janúar er ögn varasöm, því þannig getur í mörgum ársetníng- um skakkað einu ári eftir vorum tímareikníngi. Við athugun á þessum mismun í setníngu nýárs kemur til að mynda uppúr dúrnum að lögtaka kristni á íslandi, sem hefur verið miðuð við fall Ólafs konúngs Tryggvasonar sumarið 1000, hlýtur að hafa gerst árið 999, þó hvorttveggja hafi borið uppá sama sumarið, með því Ólafur Tryggvason féll sannanlega 9. september þetta sumar, en kristni var lögtekin á alþíngi eitthvað um 1. júlí sama sumar, en áraskifti urðu 1. september. Ari er semsé leingi vel einn á báti íslenskra sagnfræðínga með „alþýðutal“ einsog það sem talbyrðíngurinn AM732etc rís á, þe. að telja árin frá burði Krists. Þar sem allir sóttu vit sitt í páfann þótti auðvitað sjálfsagt að gera all- ar sögulegar tímaviðmiðanir sjö árum styttri um leið og Gerlandus var leidd- ur innar. En nú má ekki gleyma að Ari notar líka annan reikníng en „alþýðu- tal“ Bedu sem miðar við kristsburð, eða réttara sagt áttar sig jöfnum hönd- um eftir tveim tímaákvörðunum til viðbótar við „alþýðutal“. Hann notfærir sér útí æsar afstætt tímatal sem svo er nefnt og ekki telur árin frá veraldar- stórmerkjum einsog burði drottins með kristnum mönnum, stofnun Róms hjá rómverjum og hegíru hjá múhameðsmönnum, heldur eru merkisatburðir úr venjulegri þjóðarævi miðaðir hver við annan í tímanum, eða tam. dánarár stórmenna, og talin árin milli slíkra marksteina. Bændur til sveita á íslandi, og líklega um allan heim, miða enn árin við atburði í búskapartíð sinni, ýmist fagnaðarríka einsog árið þegar hann Nonni fæddist, eða sorglega eins- og sumarið þegar snemmbæran fórst í pytti: sbr. einnig: „árið sem hún Dimma dó og djöfullinn hún Hekla spjó“; þetta er sumsé afstætt tímatal. Með öðrum þjóðum var hinsvegar vant að miða tímann við ríkisár konúnga, 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.