Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Blaðsíða 71
Tíu á Höfðanum
Fyrr en varir hefur hann þrifið í bringu hans og þrútinn hnefi er reiddur
til höggs.
Morðingi!
Það er tryllingur í augnaráði hans og rödd. Morðingi!
Hann ber ekki hönd fyrir sig formaðurinn, tekur við högginu eins og
hverjum öðrum óumflýjanlegum dómi og mélaðar gervitennurnar hrynja út
úr honum.
Þeir tóku hann áður en næsta högg reið af og báðu hann vera rólegan.
Hann féll saman í setbekkinn og grátur hans nísti þá í gegn. Þeir voru
hræður vélstjórinn og hann. Hann var einn eftir af fjórum. Hina hafði hafið
tekið.
Það var margmennt á bryggjunni þegar þeir komu að. Þetta var um sama
leyti og hleypt er út úr samkomuhúsinu. Flestir voru í kippnum og höfðu
uppi söng og háreysti.
Djöfulsins skríll, sagði kallinn og í fyrsta skifti heyrðu þeir hann blóta,
enda gekk í brasi að festa bátinn.
Þegar þeir komu heim í kytruna, svaf unglingurinn við horðið með flösku
í öxlum fyrir framan sig og glóðarauga á háðum.
Stúlkan Malla var á sínum stað og sementsrykið í loftinu eins og þoka.
6
Daginn eftir var sama rokið og bærinn líkt og sleginn svefnþorni. í skjóli
klettanna lágu erlend fiskiskip og himinninn var dökkur og þungbrýnn.
Þeir tóku lífinu með ró frameftir degi, ræstu kytruna og fóru til rakara.
Rakarastofan var þéttsetin og gólfið alþakið hári. Menn lásu blöðin með-
an þeir biðu, spjölluðu um daginn og veginn, reyktu og formæltu ótíðinni.
Hann fór til stúlkunnar um kvöldið. Hún var nýkomin úr vinnu. Það var
fisklykt af höndum hennar og hári, en hún var góð og bros hennar gaf fyrir-
heit. Hún hafði frétt þeir hefðu bjargað mönnum úr sjávarháska. Mikið
voru þeir duglegir. Var ekki ægilega vont í sjóinn?
Hann lét lítið yfir því. Þeir voru ekki óvanir að fá skvettu. Það var ekki
til að kippa sér upp við.
Þið eruð svo kaldir blessaðir sjómennirnir, sagði hún.
Við getum líka verið heitir, sagði hann og tók yfrum hana.
Og frekir, sagði hún og losaði hönd hans með hægð.
Þú ert falleg, sagði hann.
61