Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Blaðsíða 63
Tíu á Höfðanum
líf, ekki séns að velgja sér sopa á drættinum ef branda sést. Annars var
bölvuð ótíð.
Allt í lagi, sagði sá aðkomni og hampaði ferðanestinu. Þá drekkum við
bara.
Þökk sé þeim sem býður, sagði kojumaðurinn, létti brýn og gerði lögginni
góð skil. Oft er þörf, en nú er nauðsyn.
Stórt barkakýli hans hljóp upp og niður þegar hann drakk.
Hjásvæfa hans er komin fram á stokk.
Halló!
Það er hæsi í röddinni.
Ertu að fara? spyr hann.
Viltu kannske losna við mig?
Nei, þú ert ágæt Malla. En því fer kannske að lengja eftir þér heima. Ég
yrði ekki hrifinn ef löggan kæmi eins og síðast.
Löggan! Hvað varðar hana um mig?
Eitthvað þykjast þeir hafa með þig að gera.
Eins og þú vilt vinur.
Hún sveiflar grönnum fótum fram á stokk, hressir upp á úfið hár, löngum
næstum formfögrum fingrum. Síðan tínir hún á sig spjarirnar, kveður,
fer.
Hún er klár þessi, segir hann. Eld helvíti klár, maður, og ekki nema fimm-
tán. Það liggur við maður hafi samvizkuhit að taka þetta. En hvað skal gera?
Hún kemur hingað á hverju kvöldi og augun þau mæna á mann.
Það er ekki gott að losna þegar þær er komnar á bragðið, sagði komu-
maður.
Það hefur birt. Grámyglulegur janúarmorgunn þrengir sér inn í kytruna
og fiskverin við höfnina ræsa til vinnu.
Hrúgan við borðið tekur á sig mannsmynd. Þetta er ungmenni rifið og
illa tilhaft með nýlegt glóðarauga. Hann rís upp við dogg.
Vín!
Það er draf í röddinni.
Vín!
Þú færð ekkert vín. Reyndu heldur að drulluhalast í bælið. Það verður
ræs í nótt.
Djöfulinn varðar mig um ræs. Vín!
Þú hefur haldið nógu lengi áfram, Bergur. Menn verða að kunna að stoppa
sig af annars er djöfullinn vís. Ekki satt.
53