Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Blaðsíða 38

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Blaðsíða 38
Tímarit Máls og menningar hans, atómsprengjuárásina á Hírósíma, síendurtekinn hernað gegn þjóðfrels- ishreyfingu víða um lönd, nú síðast í Víetnam. Á dögum Bréfs til Láru var auðvaldsskipulagið á íslandi og borgaraþjóð- félagið næsta meinlaust fyrirbæri hjá því sem nú er. ísland hafði í sjö aldir verið bláfátæk, arðrænd og auði rúin nýlenda, en um leið og stjórnartaum- amir færðust inn í landið tók yfirstéttin þá í sínar hendur, ásamt atvinnu- tækjum sem hin nýja tækni flutti með sér, og síðan hefur yfirstéttin, einkum síðustu tvo áratugi, verið að skapa sér æ sterkara ríkisvald í skjóli herset- unnar og í samstarfi við erlent auðvald, og samtímis hefur verið að þróast borgaralegt þjóðfélag með auðvaldseinkennum, algerlega nýtt í sögu íslands, þar sem peningagildi kemur í stað manngildis, þjóðfélag gagnsýrt af hags- munasjónarmiðum, ekki hjá yfirstéttinni einni, heldur hefur auðhyggjan streymt út í allar æðar þjóðlífsins, til nýríkra í öllum stéttum í kapphlaupi þeirra um lífsþægindi, og stritað er myrkranna á milli án þess að gefa sér hvíld til að spyrja: til hvers er þetta allt? Þessari auðvaldsþróun hefur fylgt umbylting lífskjara, mikil stundar vel- megun, margvísleg heimsgæði, blómgun smáborgaralegrar hugsunar, dug- mikil fjáröflun en án þjóðlegra markmiða, sannkölluð „ferð án fyrirheits“. „Enginn eygir lengur æðri tilgang með starfi sínu ... Hugsjón margra alda borin fram til sigurs og síðan kastað fyrir fætur heimsins til að traðka á,“ er dómur Svartrar messu. Þetta auðvaldsþjóðfélag er svo nýtt hér á landi að ekki er furða þótt það hafi getað kastað glýju í augun og menn ekki gert sér grein fyrir hvemig það mylur niður manngildið og þj óðræknina, foma eðlis- kosti þjóðarinnar, hvernig allt smækkar sem kemur í námunda við það, þar með talin verk listamanna og skálda. Reyndar hefur aldrei vantað þá sem hafa varað við þessari þróun. Hér að framan var vitnað í grein eftir Einar Olgeirsson í Rétti. Þar segir Einar að baráttan sé um það, hvort auðvalds- þjóðfélagið eigi með áróðri sínum að smækka okkur. ,,Hún stendur um, hvort skáldin skuli kveða þjóðina til baráttu, vera sjáendur og þar með löggjafar framtíðar hennar, — vera rauðir pennar. Eða hvort þau skuli kappkosta að venja sig á að taka ekki hlutina alvarlega, hafa ekkert að segja, vera bara trúðar í hégómans hofi, við heildsalans hirð, — vera tómir pennar." Og rit- höfundamir taka undir, rísa upp og mótmæla að nýju. Auðstéttin hefur farið sér geyst að undanförnu og ekki að sjá að ríkis- valdið kunni sér neitt hóf. Vegna bakhjarls erlends valds og með meirihluta á Alþingi telja stjórnarflokkamir sig geta farið öllu sínu fram á íslandi, hlýða ekki á neinar viðvörunarraddir, vissir um að geta keypt fylgi, eiga 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.