Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Blaðsíða 54
Timarit Máls og menningar
leifur Einarsson komum að stofnuninni 1961 var ekki annað eftir en almenn-
ar efnarannsóknir og einn jarðfræðingur, Tómas Tryggvason. Þessi stofnun
var hinsvegar sú eina í Iandinu sem bauð upp á aðstöðu til rannsókna í jarð-
efnafræði, og þar eð starfsemin hafði dregizt svo mjög saman árin á undan
var gefinn kostur á að auka jarðfræðistarfsemina við Iðnaðardeild. Eðlilegra
væri að allar rannsóknir í jarðvísindum væru á einum stað, og undir réttu
nafni.
Þú vilt ekki láta kalla þig jarðfrœðing?
Ég hef ekkert á móti því að ég sé kallaður jarðfræðingur, en hinsvegar er
hægt að gera við það nokkrar athugasemdir. Jarðvísindin skiptast í þrjár
megingreinar: jarðfrœðina sem að flestra skilningi er um sögu jarðar og mót-
un yfirborðs hennar af ytri öflum, jarðeðlisfrœði sem fjallar um innri gerð
jarðar og jarðbyltingar og beitir vinnuaðferðum eðlisfræðinnar og loks jarð-
efnafræði, um efnasamsetningu jarðar og flutning efna á jörðu og í. Hver
þessara megingreina skiptist svo í fjölmörg sérsvið og víða tíðkast að menn
kenna sig við eitthvert ákveðið sérsvið eða þá við eina af þessum þrem megin-
greinum. En hinsvegar er ekkert á móti því að þeir sem við þessi fræði fást
kalli sig jarðfræðinga á íslenzku, þar sem við eigum ekki orð yfir þessi sér-
svið, og auk þess er jarðfræði undirstöðugreinin.
En hver er þá sérgrein þín?
Þegar ég hóf nám við háskólann í Göttingen var það með þeim ásetningi
að læra jarðfræði. Ég fór til þessa skóla að ráðum Jóhannesar Áskelssonar
og Tómasar Tryggvasonar, en þeir þekktu báðir prófessor þar sem þeir töldu
mjög góðan. Ég innritaði mig hjá þessum prófessor, C. W. Correns, en gerði
mér ekki grein fyrir fyrr en innritunin var um garð gengin að ég var alls
ekki í jarðfræði, heldur mineralogi og hafði jarðfræði sem aukafag. Eftir
nokkra mánuði var ég alls hugar feginn að málin höfðu skipazt á þenna hátt
því að þessi grein átti betur við mig en almenn jarðfræði.
Við þennan háskóla starfaði norskur gyðingur, Victor M. Goldschmidt, á
árunum fyrir valdatöku nazista og þarna grundvallaði hann nýja fræðigrein
innan jarðvísindanna sem kölluð er geokemi eða jarðefnafræði. Og eftir-
maður hans við háskólann hélt við þeirri hefð sem þarna hafði skapazt og
lagði mesta áherzlu á þessa grein í starfi sínu.
Jarðefnafræði fjallar eins og áður segir um efnasamsetningu hnattarins og
raunar alheimsins, um dreifingu hvers einstaks frumefnis í hinar jarðfræði-
44