Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Blaðsíða 36
Tímarit Máls og menningar
ófullburða mannlíf, í svo rotnu þjóðfélagi, að ég held ekki að við slík skil-
yrði geti list haft neina þýðingu nema hún brj óti niður í von um að takist að
reisa eitthvað annað og betra upp af rústunum. Við lifum á hættulegum tím-
um og hver maður virðist í sálarháska: Það er ekki hægt að dútla við að búa
til handa mönnum fallega formúlu . ..“ „Þessar aðstæður kalla á ádeilubók-
menntir. Og gott ef vegur þeirra er að hækka á íslandi — án allrar skipulagn-
ingar, af sjálfsdáðum. Þær þurfa auðvitað ekki að vera ólistrænni en aðrar
bókmenntir. Þær eru einfaldlega meira en listrænar, spanna fleiri víddir.“
Og síðar eftir að bókin hefur fengið sína dóma áréttar hann þetta sj ónarmið
í viðtali við Frjálsa þjóð (23. des. sl.): „Að skrifa svona skáldsögu er auð-
vitað fyrst og fremst til að hafa áhrif á samfélagið — það líf, sem lifað er.
Undirrótin er náttúrulega óánægja, andúð — jafnvel beizkja — og þrá eftir
einhverju hetra — og fegurra . .. einfaldlega einhverju heilbrigðara.“ „Það
hlaut að koma að því að einhver gerði skyldu sína gagnvart sjálfum sér, hók-
menntunum og samfélaginu. Tíminn kallaði á það sjálfur. Ég segi fyrir mig
persónulega: Ég get alveg eins gengið út og hengt mig og að hlýða ekki því
kalli.“ Það er gaman að heyra að byltingin er aftur komin á dagskrá hjá
þessum skáldum: „að velta í rústir og byggja á ný“, eins og Einar kvað. Hún
er eitt af því sem menn héldu að væri úr sögunni, eins og ádeilan, eins og hug-
sjónin. Nú heyrist um hana úr öllum áttum. Og yngstu skáldin á íslandi taka
enn á ný að heyra brimhoða hennar.
Það sem gerzt hefur er einfaldlega þetta: sú yfirstétt sem sló eign sinni á
lýðveldið hefur með stjórn sinni undangengna áratugi skarað þeim glóðum
elds að höfði sér, að skáldin kveða upp úr. Og ekki lengur þau ein. Útgefandi
þessara rithöfunda, Ragnar Jónsson í Smára, sem fylgt hefur verkum þeirra
einarðlega eftir, tekur í sama streng. Hann segir (í Morgunbl. 3. febr. sl.):
„. . . Að sjálfsögðu eru það þjóðernismálin, sem nú eins og endranær knýja
ábyrga menn til að heimta heiftarlegust reikningsskil og leggja skáldum sín-
um til efnið í innhlásinn reiðilestur yfir þeim stjórnarvöldum, sem að almenn-
ingsdómi eru varasömust alls í skiptum sínum við þjóðina . . . Það, að sáhópur
manna sem stóð að andstöðunni gegn stækkun sjónvarpsstöðvarinnar, sé ekki
metinn til jafns við nokkra herstöðvadáta, og allur heilbrigður þjóðarmetn-
aður látinn gersamlega víkja fyrir hégómlegum lífsþægindum hinna síðar-
nefndu, er hlygðunarlaus ósvífni sem seint mun verða fyrirgefin. Að sinni
hlýtur meginbarátta allra þjóðhollra manna, jafnt rithöfunda, listamanna sem
annarra, að snúast um endurheimt íslenzks sjálfstæðis úr höndum herstjórn-
arinnar í Keflavík og varnarliðs hennar hér á heimavígstöðvunum.“ í ræðu
26