Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Blaðsíða 36

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Blaðsíða 36
Tímarit Máls og menningar ófullburða mannlíf, í svo rotnu þjóðfélagi, að ég held ekki að við slík skil- yrði geti list haft neina þýðingu nema hún brj óti niður í von um að takist að reisa eitthvað annað og betra upp af rústunum. Við lifum á hættulegum tím- um og hver maður virðist í sálarháska: Það er ekki hægt að dútla við að búa til handa mönnum fallega formúlu . ..“ „Þessar aðstæður kalla á ádeilubók- menntir. Og gott ef vegur þeirra er að hækka á íslandi — án allrar skipulagn- ingar, af sjálfsdáðum. Þær þurfa auðvitað ekki að vera ólistrænni en aðrar bókmenntir. Þær eru einfaldlega meira en listrænar, spanna fleiri víddir.“ Og síðar eftir að bókin hefur fengið sína dóma áréttar hann þetta sj ónarmið í viðtali við Frjálsa þjóð (23. des. sl.): „Að skrifa svona skáldsögu er auð- vitað fyrst og fremst til að hafa áhrif á samfélagið — það líf, sem lifað er. Undirrótin er náttúrulega óánægja, andúð — jafnvel beizkja — og þrá eftir einhverju hetra — og fegurra . .. einfaldlega einhverju heilbrigðara.“ „Það hlaut að koma að því að einhver gerði skyldu sína gagnvart sjálfum sér, hók- menntunum og samfélaginu. Tíminn kallaði á það sjálfur. Ég segi fyrir mig persónulega: Ég get alveg eins gengið út og hengt mig og að hlýða ekki því kalli.“ Það er gaman að heyra að byltingin er aftur komin á dagskrá hjá þessum skáldum: „að velta í rústir og byggja á ný“, eins og Einar kvað. Hún er eitt af því sem menn héldu að væri úr sögunni, eins og ádeilan, eins og hug- sjónin. Nú heyrist um hana úr öllum áttum. Og yngstu skáldin á íslandi taka enn á ný að heyra brimhoða hennar. Það sem gerzt hefur er einfaldlega þetta: sú yfirstétt sem sló eign sinni á lýðveldið hefur með stjórn sinni undangengna áratugi skarað þeim glóðum elds að höfði sér, að skáldin kveða upp úr. Og ekki lengur þau ein. Útgefandi þessara rithöfunda, Ragnar Jónsson í Smára, sem fylgt hefur verkum þeirra einarðlega eftir, tekur í sama streng. Hann segir (í Morgunbl. 3. febr. sl.): „. . . Að sjálfsögðu eru það þjóðernismálin, sem nú eins og endranær knýja ábyrga menn til að heimta heiftarlegust reikningsskil og leggja skáldum sín- um til efnið í innhlásinn reiðilestur yfir þeim stjórnarvöldum, sem að almenn- ingsdómi eru varasömust alls í skiptum sínum við þjóðina . . . Það, að sáhópur manna sem stóð að andstöðunni gegn stækkun sjónvarpsstöðvarinnar, sé ekki metinn til jafns við nokkra herstöðvadáta, og allur heilbrigður þjóðarmetn- aður látinn gersamlega víkja fyrir hégómlegum lífsþægindum hinna síðar- nefndu, er hlygðunarlaus ósvífni sem seint mun verða fyrirgefin. Að sinni hlýtur meginbarátta allra þjóðhollra manna, jafnt rithöfunda, listamanna sem annarra, að snúast um endurheimt íslenzks sjálfstæðis úr höndum herstjórn- arinnar í Keflavík og varnarliðs hennar hér á heimavígstöðvunum.“ í ræðu 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.