Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Blaðsíða 85
Tiu á Höjðanum
Nú fer að vora heima, sagði hún.
Jæja, sagði hann áhugalaus, þvi hann hafði hvergi heimilisfestu og kunni
ekki skil vors og vetrar.
Um þetta leyti er allt orðið grænt, sagði hún. Og eftir mánaðamótin fara
blessuð lömbin að fæðast.
Það var mikil blíða og þrá í augum hennar.
Þegar þau komu í bæinn aftur höfðu strákarnir orðið sér úti um flösku
og sátu við drykkju í lúgarnum. Hvað var annað hægt að gera á þessum
leiðindadegi, engin hola opin, jarðarfararandlit á flestum, fánar i hálfa
stöng.
Hvað kom það þeim við þó eitthvert mannkerti úti í löndum hefði verið
krossfestur vegna trúar sinnar fyrir mörg hundruð árum? Var málstaður
hans nokkuð bættari þó þeir færu að gera sér upp sorg? Var ekki nóg
hræsnin í heiminum samt?
Afhverju þurfti hann að láta þessa hunda krossfesta sig, hann, sem gat
lífgað við dauða, lægt hafrót, gefið blindum sýn, lömuðum mátt sinn? Hann
hefði ekki þurft annað en veifa hendi sinni. En hann gerði ekkert, lét hand-
taka sig, hrækja á sig, berja sig. Hann hlaut að hafa verið einhver veimiltíta?
Stúlkunni leizt ekki á blikuna.
Voðalegir menn eru þetta.
Hún herti takið um arm hans.
Farðu ekki til þeirra.
En hann var orðinn leiður á labbinu, leiður á ömurleika dagsins, sleit sig
næstum af henni, sagði bless og stökk um borð.
15
Laugardagsmorgunninn var þrunginn þynnku,timburmönnum,drunga. Það
var þykk hafalda, þungur dráttur, bunkuð net.
Þeir tóku ekki á sér heilum, hvorki í úrgreiðslu, né á garði og flesl fór
úrhendis. Alkóhólið síaðist dræmt úr kroppnum eins og svitaholurnar væru
stíflaðar og höfðinu lá við klofnun.
Helvítis fár.
En trossurnar voru tíndar upp, pældar í djúpið aftur þrátt fyrir alkóhól
og timbursmíðar.
Það var tekið að elda þegar þeir komu að, löndun í algleymingi, fiskur í
kösum úti sem inni og bátar enn að koma eins og fjalir á sjónum.
75