Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Blaðsíða 51
Timatalsrabb
komu á gáng, og stendur í einni landnámugerð, og seinni tíma fræðimenn
íslenskir hafa hvomað í sig einsog flest það sem er nógu lygilegt; og hún er
sú að þessi þýski Eadmundur einglakonúngur píslarvottur og dýrlíngur hafi
verið afi konunnar á Skeggjastöðum í Mosfellssveit hér fyrir ofan hálsinn.
Nú veit ég því miður ekki mart um Eadmund fyrir utan það lítið sem mig
rámar í úr forvitnileiðángri sem ég gerði í erlent bókasafn eitt sinn á vit
þessa frumbyggja íslensks tímatals. Bókin sem ég þekki um hann er sú sama
sem Hermann Pálsson vitnar til í skemtilegri ritgerð sinni um konúnginn
í Skírni 1957: Memorials of St. Edmund’s Abbey I, ed. by Thomas Arnold,
London 1890. Ég ætlaði á dögunum að finna þessar ævir Eadmundar á Lands-
bókasafni til að styrkja veikar endurminníngar mínar um konúnginn úr fyrra
hundavaðslestri. En þá sannaðist sem oftar að íslenskir fræðimenn hafa held-
ur ótrú á að sánka að sér fróðleik úr evrópskri miðaldasögu í sambandi við
forn fræði íslensk; og þó þeir hafi viljað setja niður afkomendur Eadmundar
á efstum fjallabæum Mosfellshrepps hafa þeir aldrei viljað láta sögu hans
koma í landið. Ég verð því að hafa ritgerð Hermanns mér til upprifjunar
og er þar reyndar ekki í kot vísað. Hermann hyggur að saga Eadmundar hafi
verið til á íslensku á undan Ara og hafi hann verið bók þessari kunnur; virð-
ist Hermann aðhyllast þá kenníngu að hér hafi verið uppi á undan Ara önnur
ritöld íslensk flestum ókunn nema höfundi málfræðiritgerðar Snorra-Eddu,
sem tilgreinir þó aungva bók. Þannig ætti Eadmundur að hafa átt greiðan
gáng úr „þýðíngum helgum“ inn í sagnfræði íslendínga: muni þó einkum
og sérílagi hérlend sérviska, „arfsögn íslensk“ segir Hermann, hafa ráðið
því að Ari veiddi upp þennan karl, sem reyndar hafi verið frændi hans! Mér
er samt nær að halda að fróðleik um Eadmund einglakonúng, hvern sem væri,
sannan eða loginn, sé varlegt að flokka með „íslenskum arfsögnum“ (hver
fjárinn sem það er annars) fremur en tam. fróðleik sem við íslendíngar
höfum á þessari öld um Elísabetu I. eða Viktoríu drotníngu; — mundi þó
enn fjarstæðukendara ef drotníngar þessar enskar hefðu verið myrtar af dön-
um einsog Eadmundur var. Jafnvel Ólafur Haraldsson er nær því að vera „ís-
lensk arfsögn“ en Eadmundur hefur verið, því einsog ég sagði áðan væri auð-
velt að halda því fram að hugmyndir um konúngdóm Ólafs Haraldssonar í
Noregi væru, ef ekki íslensk bábilja, þá að minsta kosti formlega séð reistar á
einhverjum misskilníngi. Eadmundur konúngur var afturámóti margfrægur í
öllum þeim löndum þángað sem íslendíngar sóttu mentun sína á fyrstum öld-
um íslenskrar kristni; en í þeim löndum var Ólafur Haraldsson ókunnur. Dan-
ir tignuðu Eadmund í mörg hundruð ár eftir að þeir drápu hann, og virðast
41