Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Blaðsíða 92
Tímarit Máls og menningar
Til Finns Magnússonar
Sandvík við Arendal 12. Nov. 1842.
Hávelborni
elskulegi herra Etatsráð!
Jeg veít ekki nema vinir mínir í Höín sjeu farnir að undrast um mig; alt
hefir gjeíngið vel, og firir nokkru síðan var jeg kominn að Jótlands Skaga,
enn vindurinn kom og rak okkur apturábak og til allrar lukku híngað sem jeg
helst vildi úr því sem gjera var. Austurferðinni lauk jeg af með nokkurri
harðfilgi og var nærfelt búinn að gánga fram af mjer; enda sá jeg margt
merkilegt og flest sem jeg vildi.
Jeg bið að heílsa ef þetta brjef kjemur á undan mjer. Jeg er á Sókrates
frá Eskifirði; veturinn var birjaður illa eístra þar, enn haustið alt blessað
eínsog sumarið var landið um kring. nítíðindalaust var það jeg veit; enda
kjem jeg bráðum sjálfur ef guð lofar, að segja frá öllu betur.
iðar hávelborinheita
einlæglega elskandi
J Hallgrímsson
Höivelbaarne
Hr. Etatsraad Geheime-Archivarius F. Magnusen
Kj öbenhavn.
Fyrra bréfið er skrifað á hvítt pappírsblað óstrikað, 26,6X23 sm, varðveitt
í Lbs. 2789 4to. Skrifað er báðum megin á blaðið, en um það bil þriðjungur
annarrar blaðsíðu er auður. Pappírinn er orðinn velktur, víða rifið inn frá
röndunum og sums staðar fallin á göt, en þó hvergi svo að letur hafi skemmzt.
Jónas Hallgrímsson ferðaðist um ísland sumurin 1839—1842 og safnaði
gögnum til íslandslýsingar sem Bókmenntafélagið hafði ráðið hann til að
skrifa. Sumarið 1839 ferðaðist hann um Norðurland, en um haustið hefur
hann dvalizt á Akureyri nokkura daga í byrjun október, skrifað fáein bréf
og gengið frá sendingum til Hafnar.
Gísli Hjálmarsson, síðar læknir, var samtímis Jónasi í Kaupmannahöfn
1832—1839 við nám í læknisfræði. ,enda verið veíkur’: Jónas víkur að þess-
82