Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Blaðsíða 55

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Blaðsíða 55
Ný vísindagrein innan jarðfrœðinnar legu einingar og hvernig efnin flytjast á milli. Þetta er því að verulegum hluta efnafræði með jarðfræði og bergfræði sem bakgrunn. Um það leyti sem ég hóf nám í Göttingen hafði jarðefnafræði hvergi hlotið viðurkenningu á þann hátt að til væru sérstakar háskóladeildir starfandi í þessari grein. En síðan 1955 hafa risið jarðefnafræðideildir við flesta meiri- háttar háskóla. Svo að þessi sérgrein þín er í rauninni nýgrœðingur í vísindunum? Það er of mikið sagt að hún sé nýgræðingur í vísindunum, því að menn hafa haft áhuga á efnasamsetningu jarðar og gert mælingar á efnainnihaldi hergtegunda, vatns og lofts, um langan tíma. En sem sérgrein innan jarðvís- indanna hafa þessi fræði tekið einna stórstígustum framförum á seinni árum og kemur þar margt til: í fyrsta lagi var lagður fræðilegur grundvöllur á sviði efnafræði og kj ameðlisfræði á fyrri hluta þessarar aldar og auk þess hefur þróun á sviði efnagreininga tekið stökkbreytinguni á síðustu tíu árum. Þú iðrast sem sagt ekki eftir að hafa tekið þessa stefnu við námið? Síður en svo. Ég hef haft mikla ánægju af starfi mínu og á íslandi bíða ótal verkefni óleyst á þessu sviði eins og í öðrum greinum jarðvísinda. Hvenœr laukstu námi, og um hvað var doktorsritgerð þín? Ég lauk námi í febrúar 1959. Ritgerðin fjallaði um myndbreytingar sem verða á bergi við hverasuðu. Hveravatnið er hreytilegt að efnasamsetningu og sýrustigi og ritgerðin byggist á því að finna hvaða efnasambönd bergsins eru í jafnvægi við hveravatn með breytilegu sýrustigi. Ennfremur var gerð allnákvæm grein fyrir því hvaða efni leystust úr berginu og bærust á brott með vatninu og eins hvaða efni hveravatnið lætur eftir í berginu. Þessi athug- un tekur aðeins til þeirra efnabreytinga sem verða á yfirborði jarðhitasvæð- anna en af henni má hafa tvenns konar gagn. í fyrsta lagi er sýnt frain á, að allt aðrar steintegundir myndast í mjög súru vatni en í basiskum upplausnum og því hægt að segja að nokkru til um sýrustig þeirra upplausna sein léku um forn myndbreytt berglög og í öðru lagi fæst betri skilningur á efnaskiptum milli heita vatnsins og bergsins og skýring á vissum þáttum í efnasamsetningu hveravatns. Frá Göttingen fórslu til Bandaríkjanna. Var það til jramhaldsnáms eða sérstakra rannsóknarstarfa? Ég var svo heppinn að fá mjög góðan styrk frá bandarísku vísindaaka- demíunni til tveggja ára dvalar í U.S.A. Þessir styrkir eru veittir til að gefa 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.