Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Blaðsíða 15
Bókmenntaárið 1965
Ætla rithöfundarnir nú aftur að láta til sín taka með þjóðinni? Og hef ég þá
fremst í huga þá ungu höfunda sem ganga harðast fram fyrir skjöldu í ádeil-
unni: Erling Halldórsson, Ingimar Erlend og Jóhannes Helga.
í rauninni mætti álykta að hér sé tekið upp aftur merki þjóðfélagsádeil-
unnar frá þriðja og fjórða tugi aldarinnar, en eins og gefur að skilja á öðrum
grundvelli við nýjar þj óðfélagslegar aðstæður. í Bréfi til Láru heindist höfuð-
ádeilan, er sárast sveið undan, gegn sjálfu auðvaldsþjóðfélaginu og máttar-
stoðum þess jafnhliða ljósum boðskap um sósíalisma sem hinni einu stefnu
er vit væri í og knúin fram af sögulegri nauðsyn. Hið sama inntak var í skáld-
sögum Halldórs Kiljans og í öðrum verkum „rauðra penna“ á fjórða tugi ald-
arinnar. Þjóðfélagsbarátta þessara höfunda hafði í upphafi byltingarsinnað
markmið, en snerist brátt af sögulegum ástæðum yfir í samfylkingu gegn fas-
isma og styrjaldaráformum hans. Jafn þjóðleg sem þessi skáld voru stóðu þau
á alþjóðlegum grundvelli með sögulegar víddir og framtíðarútsýn. Síðar ein-
beittu þessir höfundar um skeið ádeilu sinni að herstöðvasamningum og her-
námspostulum og tóku á myrkratímum kalda striðsins upp haráttu fyrir friði
og fyrir að rétta við hlut og mannorð íslendinga út á við.
Bréf til Láru var ekki skáldrit hvorki að uppistöðu né tilætlun heldur ódul-
búin þjóðfélagsádeila. Hinsvegar varð Bréfið ósjálfrátt eða af innra eðli með
margþættu skáldlegu ívafi, vegna stílsnilldar sinnar, frásagnargleði, auga höf-
undar fyrir skopi, spaugi og gamansemi, glitrandi tærleika málsins og hins
heillandi tvísæis. Þessi skáldskapareinkenni sem flæða út yfir ádeiluna í Bréfi
til Láru gerðu hvorttveggja, að magna hana og draga úr ádeiluþunganum.
Niðurstaðan varð klassiskt verk og einstætt í íslenzkum bókmenntum, ferskt
viðhorf, ný sjón á tilveruna, nýr stfll. Síðan kom Halldór Kiljan og gerði hina
þjóðfélagslegu ádeiluskáldsögu að afli og sannkölluðu stórveldi með þjóðinni
og skóp hverja persónuna af annarri sem urðu tákn nýrra viðhorfa, Sölku
Völku, Bjart í Sumarhúsum, Ástu Sóllilju, Ólaf Kárason, Örn ÍUfar og loks
Jón Hreggviðsson er spurði um böðulinn: Drap ég hann? Eða drap ég hann
ekki? . . . Ég vona minn skapari gefi ég hafi drepið hann.
f Ijósi þessa er ástæða til að spyrja: Hver eru hin ungu skáld eða rithöf-
undar, hvað ætlast þeir fyrir og hvers eðlis er ádeila þeirra? Eru þeir hinir
nýju arftakar „rauðra penna“ er taka upp byltingarfánann og hefja nýja
sókn? Við höfum öðru hvoru heyrt erlendis frá um unga reiða menn sem
skaut upp eins og flugeldum er lýsa andartak, skaut upp úr fátækt eftirstríðs-
áranna, urðu bókmenntastjörnur á einum degi, stórríkir eftir fyrstu sigra sína,
þögnuðu og voru teknir í sátt við þjóðfélagið. Þetta og margt fleira sem bitnr
5