Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Blaðsíða 103
Elio Vittorini
Þann 12. febrúar síðastliðinn lézt hinn
kunni rithöfundur Elio Vittorini á sjúkra-
húsi í Mílanó.
Frá Italíu eru okkur víst kunnari nöfn
eins og Moravía, sem hefur verið mildu
meira þýddur á erlend mál, en í ítölskum
bókmenntum áranna eftir stríðið hefur
Vittorini getið sér meiri virðingu og frægð
með verkum sínum, og hefur hann haft
mikil áhrif á ítalska nútímarithöfunda.
Líklega má segja að Pavese sé meiri rit-
höfundur; en Vittorini átti ekki síður en
hinn fyrrnefndi þátt í því að uppgötva mik-
ilvægi amerískra skáldsagnahöfunda eins
og Hemingways og Dos Passos, og hann
gerði sér ljósa þýðingu þeirra fyrir ítalskar
hókmenntir.
Á þeim myrku árum þegar Ítalía var al-
gjörlega innilokuð og fasisminn ríkti; þeg-
ar bókmenntir urðu ekki annað en hátíða-
hjal og upphafning á dýrð stjómarinnar, þá
varð einmitt Vittorini fyrstur manna til að
gera sér grein fyrir að breytingar þurfti við,
og hann tók upp einfalt málfar hins dag-
lega lífs í ritum sínum. Þetta olli ekki ein-
ungis byltingu á sviði bókmennta, heldur
vakti einnig háværa menningar- og þjóð-
félagsádeilu.
Fyrsta bók hans, Conversazione in Si-
cilia, kom út rétt fyrir síðari heimsstyrjöld,
og fyrir utan bókmenntalegt gildi sitt er
hún talin með þróttmestu verkum þeirra
liöfunda sem ráðast ótrauðir á þjóðfélags-
skipulagið. Hún var boðskapur um nýjar
hleypidómalausar bókmenntir, og í hin-
um harðskeyttu ádeilum skáldsins speglast
óljós þrá allra beztu manna Ítalíu eftir
þjóðfélagslegu og siðferðilegu frelsi.
Vittorini áleit að menningin yrði að hafa
djúpar rætur í þjóðfélaginu og vera um-
fram allt forvígisafl þess. Fyrir utan lang-
an og atburðaríkan bókmenntaferil vann
hann líka sleitulaust um þrjátíu ára tíma-
bil sem gagnrýnandi; hjálpaði nýjum tíma-
ritum til að líta dagsins ljós og starfaði að
bókaútgáfu.
Þannig hverfur Vittorini smám saman frá
samstarfi við l’Italia letteraria, Solaria, il
Bargello og Letteratura, og stofnar sitt eig-
ið tímarit, Politecnico. Tímaritið byggist
algjörlega á nýjum grundvelli, þar sem nýj-
ar bókmenntastefnur eiga greiðan aðgang,
og hafði það djúptæk áhrif á ítalska menn-
ingu, sem þá var að safna nýjum þrótti eft-
ir ógnir fasismans og síðari heimsstyrjald-
ar.
Með Italo Calvino sér við hlið gaf Vitto-
rini nú síðast út il Menabo, sem er áhrifa-
mikið bókmenntatímarit, og hefur það und-
anfarin ár helgað sig tengslum bókmennta
og iðnaðarþjóðfélagsins sem umkringir nú-
tímamanninn.
Þannig eru og verða verk hans nauðsyn-
leg þeim sem vilja öðlast fullkominn skiln-
ing á bókmenntum ítala eftir stríð.
Helztu rit Vittorini eru Conversazione in
Sicilia (Samræður á Sikiley), Uomini e no
(Menn eður ei), Diario in pubblico (Opin
dagbók), Donne di Messina (Konur frá
Messina).
93