Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Qupperneq 103

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Qupperneq 103
Elio Vittorini Þann 12. febrúar síðastliðinn lézt hinn kunni rithöfundur Elio Vittorini á sjúkra- húsi í Mílanó. Frá Italíu eru okkur víst kunnari nöfn eins og Moravía, sem hefur verið mildu meira þýddur á erlend mál, en í ítölskum bókmenntum áranna eftir stríðið hefur Vittorini getið sér meiri virðingu og frægð með verkum sínum, og hefur hann haft mikil áhrif á ítalska nútímarithöfunda. Líklega má segja að Pavese sé meiri rit- höfundur; en Vittorini átti ekki síður en hinn fyrrnefndi þátt í því að uppgötva mik- ilvægi amerískra skáldsagnahöfunda eins og Hemingways og Dos Passos, og hann gerði sér ljósa þýðingu þeirra fyrir ítalskar hókmenntir. Á þeim myrku árum þegar Ítalía var al- gjörlega innilokuð og fasisminn ríkti; þeg- ar bókmenntir urðu ekki annað en hátíða- hjal og upphafning á dýrð stjómarinnar, þá varð einmitt Vittorini fyrstur manna til að gera sér grein fyrir að breytingar þurfti við, og hann tók upp einfalt málfar hins dag- lega lífs í ritum sínum. Þetta olli ekki ein- ungis byltingu á sviði bókmennta, heldur vakti einnig háværa menningar- og þjóð- félagsádeilu. Fyrsta bók hans, Conversazione in Si- cilia, kom út rétt fyrir síðari heimsstyrjöld, og fyrir utan bókmenntalegt gildi sitt er hún talin með þróttmestu verkum þeirra liöfunda sem ráðast ótrauðir á þjóðfélags- skipulagið. Hún var boðskapur um nýjar hleypidómalausar bókmenntir, og í hin- um harðskeyttu ádeilum skáldsins speglast óljós þrá allra beztu manna Ítalíu eftir þjóðfélagslegu og siðferðilegu frelsi. Vittorini áleit að menningin yrði að hafa djúpar rætur í þjóðfélaginu og vera um- fram allt forvígisafl þess. Fyrir utan lang- an og atburðaríkan bókmenntaferil vann hann líka sleitulaust um þrjátíu ára tíma- bil sem gagnrýnandi; hjálpaði nýjum tíma- ritum til að líta dagsins ljós og starfaði að bókaútgáfu. Þannig hverfur Vittorini smám saman frá samstarfi við l’Italia letteraria, Solaria, il Bargello og Letteratura, og stofnar sitt eig- ið tímarit, Politecnico. Tímaritið byggist algjörlega á nýjum grundvelli, þar sem nýj- ar bókmenntastefnur eiga greiðan aðgang, og hafði það djúptæk áhrif á ítalska menn- ingu, sem þá var að safna nýjum þrótti eft- ir ógnir fasismans og síðari heimsstyrjald- ar. Með Italo Calvino sér við hlið gaf Vitto- rini nú síðast út il Menabo, sem er áhrifa- mikið bókmenntatímarit, og hefur það und- anfarin ár helgað sig tengslum bókmennta og iðnaðarþjóðfélagsins sem umkringir nú- tímamanninn. Þannig eru og verða verk hans nauðsyn- leg þeim sem vilja öðlast fullkominn skiln- ing á bókmenntum ítala eftir stríð. Helztu rit Vittorini eru Conversazione in Sicilia (Samræður á Sikiley), Uomini e no (Menn eður ei), Diario in pubblico (Opin dagbók), Donne di Messina (Konur frá Messina). 93
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.