Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Blaðsíða 48
Tímarit Máls og menningar
greina getur ekki átt uppruna sinn í öðrum skrifuðum textum en Prestssög-
unni. Þessar niðurstöður frú Ólafíu umturna hugmyndum sem menn höfðu
áður gert sér um að Prestssagan væri reist á annálum; þær leiða meira að
segja í ljós að Prestssaga Guðmundar góða er lángelstur annáll sem ritaður
hefur verið á íslandi. (Höfundur Lambkár Þorgilsson, dauður 1249).
Hver sá maður sem að nokkru hefur reynt að kynna sér hugblæ miðalda
einsog hann var á þeim tímum þegar Ari skrifar hlýtur að velta fyrir sér
hversu það má vera að þessi íslenski miðaldahöfundur kappkostar að þræða
svo nærri staðreyndum í frásögn og ályktunum. I þann tíma eru kynjasögur
af ýmsu tagi og guðvís mærð sá þjófahylur þar sem sagnfræðilegri skyn-
semisglóru er drekt í poka. Það er merkilega sagt í Snorra-eddu, að Ari hafi
orðið fyrstur manna til að setja hér fróðleik á bækur „af skynsamlegu viti“;
þau orð segja ofur einfaldlega að maðurinn hafi verið rasjónalisti. Bent hef-
ur verið á að Ari hafi orðið fyrir áhrifum af ritum eða útdráttum úr ritum
Bedu, sem skrifaði rúmum 300 árum áður, en Beda hefur annan hugsunar-
hátt og tilheyrir eldra mentastigi nær klassíkinni en síðar varð á miðöldum.
Ari hirðir í aungvu um fyrirskipað kaþólskt snakk. Hann talar hreinlega
um „burð Krists“ en ekki burð guðs eða híngaðburð vors drottins einsog
siður var. Og þegar Ari verður til að nefna Ólaf Haraldsson hið fyrsta skifti
í íslenskum bókmentum, kallar klerkur þessi dýrlínginn ekki Ólaf helga að
skyldu kristins manns, heldur „Ólaf enn digra“, og nefnir hann aðeins einu
sinni konúng í bók sinni af því ekki var hægt að komast hjá því í samband-
inu; ekki er fráleitt að gera sér í hugarlund að Ara hafi verið kunnugt um
að Ólafur er með öllu ókunnur í Róm á veldisdögum sínum í Noregi, og bréf
eru fyrir því að páfi viðurkennir Knút ríka einan konúng yfir svæðum sem
Ólafur þykist ráða. Að kalla Ólaf ekki konúng heldur „enn digra“ í fyrsta
sinn sem hann er nefndur í Islendíngabók, og aldrei „hinn helga“ síðar í
bókinni, ber vott um að Ari telji hann andvaragest. Svipuðu máli gegnir um
Ingólf landnámsmann, en um þennan frumbyggja íslands veit Ari greinilega
ekkert „sannlega sagt“, nema það að hann kom tvisvar í landið á öndverðum
konúngsdögum Haralds hárfagra; og bygði „suður“ í Reykjavík. Eftilvill
hefur jafnvel á dögum Ara eitthvað verið á huldu um uppruna þessa litlausa
manns, og skrýtið að ekki hafa einusinni myndast um hann lygasögur. Hve
valt hann stendur í sannfræðilegri geymd verður ljóst af þeirri uppgötvun
sem Jón prófessor Jóhannesson gerir í riti sínu Gerðir Landnámabókar, að
óhugsandi sé að Ingólfur þessi hafi verið Arnarson, — í hæsta lagi Björn-
ólfsson!
38