Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Blaðsíða 98
Tímarit Máls og menningar
leið að forðast beri umfram allt hetju-
klisjuna, hann bendir á að mikilvægt sé í
því sambandi að leika atriðið í nákvæmu
tempói, samræma trumbuslögin öðrum
hljóðum, leggja áherzlu á baráttu Katrínar
milli tvennskonar ótta, þ. e. óttans vegna
bæjarins Halle og óttans um líf sitt, hann
varar sérstaklega við krampakenndum of-
urmegnunarviðbrögðum, sem leikurum
hætti við að fá í tragískum atriðum. Þessi
krampi er eins og geisandi faraldur í at-
riðinu en tempó hvergi nærverandi, Bríet
Héðinsdóttir virðist að nokkru reyna að
fara eftir fyrirmælum um afstöðu Katrínar
í þessu atriði, beitir aftur á móti sterkum
yfirleik, sem vinnur eindregið á móti allri
þeirri viðleitni, enda mótleikaramir niðri
á sviðinu öskrandi krampasjúklingar. Ut-
koman verður einskonar skopstæling á
hetjuklisjunni.
Lárus Pálsson í blutverki ofurstans geng-
ur inn með stafinn bogna, það er úr mód-
elinu. Uppgerðarkvensemin, sem Pilz lagði
þessum karli til í Berlínaruppfærslunni
var í kostulegri mótsögn við elli hans, og
bogna stafinn notaði hann þannig að í
hvert sinn sem frygðin greip hann studdi
hann sig við stafinn, sem lét undan en rétt-
ist aftur snöggt — þetta undirstrikaði
kómíkina. Greinilega er Lárus á svipuðum
miðum, hefur bætt því við, að hafa öldung-
inn fullan, elli hans og ölæði renna hins
vegar saman í eina óljósa heild, stafnum
er ótæpilega drepið niður hvenær sem er
og allt glatast að lokum eða flýr á náðir
einhverskonar bastarðs af Holbergstíl.
Þannig mætti lengi telja. Dæmin sem
nefnd hafa verið eru ekki valin vegna þess
að þau séu öðrum verri, öll önnur atriði,
allir leikaramir með tölu eru ofurseldir
þessu fálmi. Það er engu líkara en leik-
stjórinn og leikararnir hafi skammazt sín
fyrir að þurfa að leita á náðir módelupp-
færslunnar og reyni í ofboði að fela hvað
eina sem þaðan er komið eða afskræma
það — en umfram allt virðist þó mikilvægt
að forðast alla ígmndun á tilgangi þessara
fyrirmæla. Leikstjórinn undirstrikar þetta
líka í grein sinni í leikskrá þar sem hann
livað oní annað kemur með þá skoðun að
fyrirmæli módelsins heri að varast því ekki
sé gerlegt að „líkja fullkomlega eftir öðr-
um leikurum". Þetta eitt sýnir Ijósast að
manninum er ekki Ijós svo mikið sem
fyrsti stafurinn í stafrófi umræddra vinnu-
bragða. Það þýðir lítið að tefla fram stóra
trompinu sínu um misheppnaða módelsýn-
ingu í London en gleyma því hvernig sömu
vinnubrögð dugðu í Múnchen, París, Rott-
erdam og víðar þar sem stórfenglegar og
lifandi sýningar hver annarri ólíkar um
túlkunarmáta spruttu upp af þessum vinnu-
brögðum. Enda kemur það í Ijós að fyrir-
slátturinn um „skapandi frelsi, sem maður
öðlast með þversögnum“ er ekki annað en
orðagjálfur til að breiða yfir dautt og ves-
ælt fálm eftir leikbrögðum úr því verki
sem hefði heiðarlegri starfskröftum upp á
annað og meira að bjóða.
Utstrikanir leikstjórans á texta verksins
árétta enn þá skoðun, að honum sé síður
en svo annt um innihald þess og anda.
Raunar hefur enn ekki fundizt, þrátt fyrir
víðtæka eftirgrennslan, neinn sá aðili við
stofnunina, sem gert gæti grein fyrir stytt-
ingunum og er helzt að skilja að um þær
viti enginn með vissu. Þetta er að vísu
undarlegt því hreytingar á verkinu eru
óleyfilegar nema þær séu samþykktar af
Suhrkamp Verlag Frankfurt/M og varla
hefur það góða fólk gefið Þjóðleikhúsinu
frjálsar hendur um styttinguna. Samt má
í fljótu bragði sjá ýmislegt sem ekki er til
fyrirmyndar. Það má til dæmis undarlegt
heita að fella niður lokasetningu fyrstu
myndar: Will vom Krieg leben./Wird ihm
88