Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Blaðsíða 62
Magnús Jóhannsson
jrá Hafnarnesi
Tíu á Höfðanum
1
Það var tekið að skíma.
í hálfbirtunni nam hann klettana, sem girtu bæinn, dökka og hrikalega.
Hann hafði komið með flóabátnum.
Það hafði verið bölvaður veltingur, sjóveikt fólk og spýjur út um allt. Hér
var sagt að væri gott að vera, nógur fiskur og kátar stelpur. En þetta var
annálað veðravíti og harðsótt til sjávar.
Hann kastaði af sér vatni utan í húsvegginn, bætti á sig úr ferðapelanum
og leit í kringum sig.
Það lifði ljós í einum glugga. Þaðan barst lágvært drykkjuþvogl út á
götuna.
Hann bætti aftur á sig úr pelanum, gekk síðan inn í húsið. A móti honum
gaus rammur þefur. Fyrir miðjum gangi eru hálfopnar dyr. Þaðan kemur
drykkj uþvoglið.
Þetta var kytra, ópússaðir veggir og gólf, afstrakttjöld fyrir glugga og
umgengnin líkt og eftir loftárás. í loftinu týrir á peru, sem sveiflast til undan
súginum. Hér eru fjögur rúmstæði, rekin saman úr óunnum borðviði. Þau
fylla næstum kytruna, klæði dregið fyrir tvö, borð í sama stíl á miðju gólfi.
Við það krokir ólánleg hrúga með tæmd drykkjarföng fyrir framan sig
og spýju á gólfi.
Hér sé guð.
Við ávarp þetta er hengi svipt frá annari kojunni og úfið mannshöfuð
spyr hver kominn sé. Röddin er óþjál.
Karl Jóhann, en svo heitir komumaður, kynnir sig, enda er spyrjandinn
kominn fram á stokk, úrillur og ófrýnn í morgninum.
Hann sansast strax, nuggar svefndrukkin augu og bak við breiðar herðar
glyttir í hálfbera stelpu.
Það er gott þú ert kominn, segir hann eftir að hafa kveikt sér í sígarettu
og reykt út í kytruna. Við höfum bara verið fjórir á. Þetta er bölvað hunda-
52