Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Síða 62

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Síða 62
Magnús Jóhannsson jrá Hafnarnesi Tíu á Höfðanum 1 Það var tekið að skíma. í hálfbirtunni nam hann klettana, sem girtu bæinn, dökka og hrikalega. Hann hafði komið með flóabátnum. Það hafði verið bölvaður veltingur, sjóveikt fólk og spýjur út um allt. Hér var sagt að væri gott að vera, nógur fiskur og kátar stelpur. En þetta var annálað veðravíti og harðsótt til sjávar. Hann kastaði af sér vatni utan í húsvegginn, bætti á sig úr ferðapelanum og leit í kringum sig. Það lifði ljós í einum glugga. Þaðan barst lágvært drykkjuþvogl út á götuna. Hann bætti aftur á sig úr pelanum, gekk síðan inn í húsið. A móti honum gaus rammur þefur. Fyrir miðjum gangi eru hálfopnar dyr. Þaðan kemur drykkj uþvoglið. Þetta var kytra, ópússaðir veggir og gólf, afstrakttjöld fyrir glugga og umgengnin líkt og eftir loftárás. í loftinu týrir á peru, sem sveiflast til undan súginum. Hér eru fjögur rúmstæði, rekin saman úr óunnum borðviði. Þau fylla næstum kytruna, klæði dregið fyrir tvö, borð í sama stíl á miðju gólfi. Við það krokir ólánleg hrúga með tæmd drykkjarföng fyrir framan sig og spýju á gólfi. Hér sé guð. Við ávarp þetta er hengi svipt frá annari kojunni og úfið mannshöfuð spyr hver kominn sé. Röddin er óþjál. Karl Jóhann, en svo heitir komumaður, kynnir sig, enda er spyrjandinn kominn fram á stokk, úrillur og ófrýnn í morgninum. Hann sansast strax, nuggar svefndrukkin augu og bak við breiðar herðar glyttir í hálfbera stelpu. Það er gott þú ert kominn, segir hann eftir að hafa kveikt sér í sígarettu og reykt út í kytruna. Við höfum bara verið fjórir á. Þetta er bölvað hunda- 52
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.