Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Blaðsíða 74
Tímarit Máls og menningar
Þeir drukku minni hans um kvöldið.
Daginn eftir kom kallinn með nýjan sjómann. Hann lagði undir sig bæli
fyrirrennara síns með öllu, sem í því var og lét fara vel um sig.
Þeir fóru til kirkju þegar hann var jarðaður og báru kistuna til grafar.
Ræða prestsins var fáskrúðug og fátækleg.
Hvað er hægt að segja um svona mann, sem kemur og fer, enginn þekkir
né veit hvaðan er?
8
Það gaf í heila viku.
Síðan kom helgin.
Stýrsi töfraði flösku undan madressunni sinni.
Skál bræður!
Nýi sjómaðurinn kunni vel að meta slík töfrabrögð.
Karl Jóhann afþakkar þegar honum er boðið.
Þeir reka upp stór augu og segja að þá séu flestir sótraftar á sjó dregnir
ef hann sé kominn í regluna.
Batnandi manni er bezt að lifa, segir hann.
Þú ert ágætur, segir stýrsi. Ekta sjómaður, fínn drengur. Hvað hefur komið
fyrir?
Ekkert, segir hann.
Allt í lagi, segir stýrsi. Allt í lagi vinur.
Stór sæþrútin hönd hvílir á öxl hans.
Ég skil. Svona var stýrsi gamli einu sinni ungur og ástfanginn. Enn er
hann ekki svo skyni skroppinn að hann skilji ekki lífið.
Síðan er hann úti á götunni á leið til stúlkunnar.
Himinninn er blár og tær, mánasilfur á héluðum gangstéttum.
Hann mætti henni hvar hún var að koma úr vinnunni og þau fylgdust að
upp í herbergið.
Hann gerði sig heimakominn á rúminu hennar, reykti.
Mikið leiddist henni þessi vinna. En það þýddi ekki að fást um það. Hún
yrði að þrauka fram á vorið hvað sem raulaði og tautaði. Hún ætlaði á skóla.
Hún tók fram myndaalbúm og lét á kné hans. Hún fletti því fyrir hann
og hafði þann sið að bleyta gómana með tungunni við hvert blað.
Þarna var húsið hennar, rismikið hús með burstum og stórum póstglugg-
um. Og þarna var hún sjálf og blessunin hún Búkolla. Það var nú meiri
kostaskepnan.
64