Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Side 74

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Side 74
Tímarit Máls og menningar Þeir drukku minni hans um kvöldið. Daginn eftir kom kallinn með nýjan sjómann. Hann lagði undir sig bæli fyrirrennara síns með öllu, sem í því var og lét fara vel um sig. Þeir fóru til kirkju þegar hann var jarðaður og báru kistuna til grafar. Ræða prestsins var fáskrúðug og fátækleg. Hvað er hægt að segja um svona mann, sem kemur og fer, enginn þekkir né veit hvaðan er? 8 Það gaf í heila viku. Síðan kom helgin. Stýrsi töfraði flösku undan madressunni sinni. Skál bræður! Nýi sjómaðurinn kunni vel að meta slík töfrabrögð. Karl Jóhann afþakkar þegar honum er boðið. Þeir reka upp stór augu og segja að þá séu flestir sótraftar á sjó dregnir ef hann sé kominn í regluna. Batnandi manni er bezt að lifa, segir hann. Þú ert ágætur, segir stýrsi. Ekta sjómaður, fínn drengur. Hvað hefur komið fyrir? Ekkert, segir hann. Allt í lagi, segir stýrsi. Allt í lagi vinur. Stór sæþrútin hönd hvílir á öxl hans. Ég skil. Svona var stýrsi gamli einu sinni ungur og ástfanginn. Enn er hann ekki svo skyni skroppinn að hann skilji ekki lífið. Síðan er hann úti á götunni á leið til stúlkunnar. Himinninn er blár og tær, mánasilfur á héluðum gangstéttum. Hann mætti henni hvar hún var að koma úr vinnunni og þau fylgdust að upp í herbergið. Hann gerði sig heimakominn á rúminu hennar, reykti. Mikið leiddist henni þessi vinna. En það þýddi ekki að fást um það. Hún yrði að þrauka fram á vorið hvað sem raulaði og tautaði. Hún ætlaði á skóla. Hún tók fram myndaalbúm og lét á kné hans. Hún fletti því fyrir hann og hafði þann sið að bleyta gómana með tungunni við hvert blað. Þarna var húsið hennar, rismikið hús með burstum og stórum póstglugg- um. Og þarna var hún sjálf og blessunin hún Búkolla. Það var nú meiri kostaskepnan. 64
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.