Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Blaðsíða 82
Tímarit Máls og menningar
Mikið var hann orðinn klæminn.
Hann hafði alltaf verið það.
Ætlaði hann ekki að hátta?
Það tekur því varla. Bráðum kominn ræs.
Ó, þessi ræs, sagði hún með hryllingi. Kvíðirðu ekki fyrir?
Það tjóar ekki að krympa sig.
Hún tók fyrir vit hans.
Hann ætlaði þó ekki að fara að klæmast aftur.
Hann sparkaði af sér skónum. Þeir skullu með harki í gólfinu, vöktu
stelpuna.
Hún fékk andfælur og augu hennar voru óttaslegin i myrkrinu.
Hann sagði henni að sofa rólegri, og þá fór hún aftur að skera hrúta.
Er hún úr sveit? spurði hann.
Afhverju hélt hann það?
Hún hrýtur.
Þá hlýt ég að hrjóta, sagði stúlkan og hló.
Hún kom með andlitið upp að honum og spennti hann örmum.
Honum fannst gott að finna hana svona nærri sér eftir kojuvistina í lúg-
arnum, mýkt arma hennar og fingra í hári, án þess að aðhafast nokkuð,
bara hlusta á andardrátt hennar hægjast í nóttinni.
Hann hafði ekki sofnað þegar steinn hafnaði í glugganum með smelli.
Hann dreif sig fram úr, bankaði í rúðuna svo þeir hættu þessu grjótkasti.
Það var mikið um harsmíð í höfði hans og hann sat drjúga stund með
ennið í höndum sér, varðist ekki andvarpi því hamarshöggin voru næstum
óbærileg. Það var ömurlegt að hugsa til þess ef hinir væru svona, bunkuð
net.
Djöfuls fásinna.
Hann spjó á gólfið af tilhugsuninni.
Osköp líður þér illa, vinur minn, sagði hún og tók hendi um höfuð hans.
Þetta batnar, sagði hann.
Það var aðeins tekið að elda þegar hann kom út. Mjó ræma af degi undir
dökku skýjaþykkni, sem teygði úr sér og lyftist hægt og dræmt, líkt og undan
fargi.
Bátarnir voru sem óðast að leggja úr höfn, aðrir að landa og á bryggj-
unni bogruðu menn yfir netahnút.
Þeir voru farnir að bíða þegar hann kom.
Á stýrsa sást ekki vín frekar en venjulega. Að því leyti var hann öfunds-
72