Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Page 82

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Page 82
Tímarit Máls og menningar Mikið var hann orðinn klæminn. Hann hafði alltaf verið það. Ætlaði hann ekki að hátta? Það tekur því varla. Bráðum kominn ræs. Ó, þessi ræs, sagði hún með hryllingi. Kvíðirðu ekki fyrir? Það tjóar ekki að krympa sig. Hún tók fyrir vit hans. Hann ætlaði þó ekki að fara að klæmast aftur. Hann sparkaði af sér skónum. Þeir skullu með harki í gólfinu, vöktu stelpuna. Hún fékk andfælur og augu hennar voru óttaslegin i myrkrinu. Hann sagði henni að sofa rólegri, og þá fór hún aftur að skera hrúta. Er hún úr sveit? spurði hann. Afhverju hélt hann það? Hún hrýtur. Þá hlýt ég að hrjóta, sagði stúlkan og hló. Hún kom með andlitið upp að honum og spennti hann örmum. Honum fannst gott að finna hana svona nærri sér eftir kojuvistina í lúg- arnum, mýkt arma hennar og fingra í hári, án þess að aðhafast nokkuð, bara hlusta á andardrátt hennar hægjast í nóttinni. Hann hafði ekki sofnað þegar steinn hafnaði í glugganum með smelli. Hann dreif sig fram úr, bankaði í rúðuna svo þeir hættu þessu grjótkasti. Það var mikið um harsmíð í höfði hans og hann sat drjúga stund með ennið í höndum sér, varðist ekki andvarpi því hamarshöggin voru næstum óbærileg. Það var ömurlegt að hugsa til þess ef hinir væru svona, bunkuð net. Djöfuls fásinna. Hann spjó á gólfið af tilhugsuninni. Osköp líður þér illa, vinur minn, sagði hún og tók hendi um höfuð hans. Þetta batnar, sagði hann. Það var aðeins tekið að elda þegar hann kom út. Mjó ræma af degi undir dökku skýjaþykkni, sem teygði úr sér og lyftist hægt og dræmt, líkt og undan fargi. Bátarnir voru sem óðast að leggja úr höfn, aðrir að landa og á bryggj- unni bogruðu menn yfir netahnút. Þeir voru farnir að bíða þegar hann kom. Á stýrsa sást ekki vín frekar en venjulega. Að því leyti var hann öfunds- 72
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.