Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Blaðsíða 11
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ■ 27. ÁRG. 1966
1,HEFTI • MARZ
Til félagsmanna Máls og menningar
Félagsbœkur á þessu ári
Fyrsta félagsbók þessa árs verður, eins og getið var í síðasta hefti, nýtt bindi Mannkyns-
sögu Máls og menningar, tímabilið 300—630 eftir Sverri Kristjánsson. Við vonumst til að
þessi bók geti komið út í byrjun maí. Upphaflega var áætlað að þetta bindi næði fram til
um 900, en í ljós kom við samningu bókarinnar að með því var efninu allt of þröngur
stakkur skorinn, og sú skipting hefði auk þess verið óheppileg með tilliti til framhalds
verksins. Þessi breyting veldur því að tímabilið 300—1648 (þar sem við tekur það bindi
sem síðast kom út) verður í fimm bindum í stað fjögurra sem áður var gert ráð fyrir.
Samkvæmt núverandi áætlun verður þá tímabilinu 630—1648 skipt í bindi á þennan hátt:
630—1070; 1070—1300; 1300—1520; 1520—1648. Auðvitað getur þessi skipting breytzt
eitthvað í framkvæmdinni, en naumast svo, að miklu skeiki. — Þá er væntanlegt um leið
og Mannkynssagan nýtt hefti í myndlistarflokki Máls og menningar, Michelangelo, en það
telst til félagsbóka síðasta árs. Annað hefti í þessum flokki, Rembrandt, kemur svo í haust.
Þriðja bók þessa árs er ekki enn að fullu ákveðin, en þar verður að öllum líkindum um
þýdda skáldsögu að ræða.
Árgjald Máls og menningar hefur verið óbreytt í tvö ár, 450 krónur miðað við bækurn-
ar heftar. Ollum er kunnugt um þær miklu hækkanir framleiðslukostnaðar sem orðið hafa
síðan árið 1964, og hefur þvf stjórn og félagsráði Máls og menningar þótt einsætt að
hækka árgjaldið upp í 550 krónur, eða um 22%. Þarf naumast mörg orð til réttlætingar
þessari hækkun, og eru félagsmenn aðeins beðnir að bera saman verð nýrra bóka á al-
mennum markaði og það gjald sem þeir þurfa að greiða til Máls og menningar fyrir þrjár
bækur ásamt stóru og vönduðu tímariti.
UIgáfa Heimskringlu
Af útgáfubókum Heimskringlu þetta ár skulu fáar einar nefndar. I vor er væntanleg
stutt skáldsaga, Heimur í fingurbjörg, eftir Magnús Jóhannsson frá Hafnamesi. Magnús
hefur á undanförnum árum birt frásögur og þætti í blöðurn, en þetta er fyrsta bók hans.
I þessu hefti Tímaritsins kemur einnig á prent eftir hann all-löng smásaga. Fjórða bindi
Shakespeare-þýðinga Helga Hálfdanarsonar — og hið síðasta, að minnsta kosti um sinn
— kemur út í haust. Sætir þar mestum tíðindum ný þýðing á Hamlet, en auk hans eru í
bindinu tveir gamanleikir, Allt í misgripum (The Comedy of Errors) og Ys og þys út af
1 TMM
1