Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Blaðsíða 93
Tvö óbirt bréf
um veikindum sínum í bréfi til Konráðs Gíslasonar, dags. á Akureyri 4. októ-
ber 1839, sjá Rit eftir Jónas Hallgrímsson II, bls. 32. Georg Forchhammer
var kennari Jónasar í jarðfræði; meðan Jónas var á rannsóknarferðum sín-
um sendi hann söfnum í Kaupmannahöfn töluvert af náttúrufræðilegum sýnis-
hornum, sjá bréf hans frá þessum árum, einnig bréf til Forchhammers prentað
í Tímariti Máls og menningar 1957, bls. 203—204. ,Etiqvetterne‘: merkiseðl-
arnir. ,uniformið mitt‘: Jónas gekk í stúdentaherdeildina (Studenterkorpset
eða Kongens Livkorps) haustið 1832 og var orðinn kommandersergent 1835,
sjá Rit eftir Jónas Hallgrímsson V, bls. LX—LXI. Hann hefur sennilega verið
í herdeildinni til vors 1839. Prosowskij var klæðskeri. ,ála Pjetursborg Han-
sen‘: 1 Höfn var klæðskeri að nafni J. C. Petersdorff; Islendingar áttu mikil
skipti við hann og kölluðu hann Pétur þorpara (s)áBrjef PálsMelsteðs til]óns
Sigurðssonar, bls. 3, 6, 9 og 17). Einnig var í Höfn klæðskeri að nafni Han-
sen, en ekki verður séð hvort Jónas á við þessa menn báða, eða hvort hann
gerir úr þeim einn mann. ,dóninn þarna í búðinni hjá Ládöll . . . bróðir tó-
baksstelpunar‘ er alókunnur herramaður. ,Commissión‘: umboð, erindis-
rekstur. ,heilsaðu Páli og Jóni‘: þ. e. Páli Melsteð og Jóni Sigurðssyni. ,Odd-
gjeri mínum': þ. e. Oddgeiri Stephensen.
Síðara bréfið er skrifað á hvíta samanbrotna pappírsörk 20,4X16,9 sm,
og er einungis skrifað á fremra blaðið. Síðan hefur örkin verið brotin saman
og gert úr henni bréf, og er utanáskriftin á öftustu síðu, en hún er: Höivel-
baarne/ Hr. Etatsraad Geheime-Archivarius F. Magnusen/ Kjöbenhavn.
Finnur Magnússon hefir skrifað efst á fremstu síðu bréfsins: Modtaget (Dag-
en efter Hr Hallgrímsons Ankomst hertil) den 19de Novbr. 42. Bréfið er
varðveitt í bréfasafni til Finns Magnússonar í Þjóðskjalasafni íslands.
Þetta bréf þarfnast naumast skýringa. Jónas skrifar það í Noregi, þegar
hann var að koma frá íslandi í síðasta sinn til þess að láta Finn, sem var for-
seti Bókmenntafélagsins, vita að hann væri á lífi og rannsóknum hans á ís-
landi lokið. Sókrates er heitið á skipinu, sem hann sigldi með.
ASalgeir Kristjánsson.
Ólafur Halldórsson.
83