Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Blaðsíða 22

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Blaðsíða 22
Tímarit Máls og menningar sem yfir mannkynið hafa gengið.“ Þessir rithöfundar vilja með einurð og dirfsku setja innihaldið aftur í öndvegi. Með tilliti til þessa leiði ég hjá mér formgalla þessara verka en tek þá með í kaupunum og sný mér að efniskjarna þeirra og þeim máttarstoðum sem bera þau uppi. Ég viðurkenni að slökun á formi dregur úr áhrifum verka, eins felli ég mig ekki við of beinar eftirgerðir. En þegar skáldum er mikið í hug og þeim svellur móður, þá sprengja þau af sér allt formtildur og verkin verða fersk og ryðja oft braut nýju formi. 4 Þær af haustbókunum sem mestan ádeilukraft hafa eru skáldsögumar Borg- arlíf eftir Ingimar Erlend Sigurðsson og Svört messa eftir Jóhannes Helga, og Orgelsmiðjunni eftir Jón frá Pálmholti er ætlað að hafa áhrif í sömu átt, og verður nú vikið að hverri um sig. Höfundarnir láta sér ekki fyrir brjósti brenna að gera hróp að samtíðinni. Skotspónn þeirra er hernámsandinn og auðborgara sljóleikinn. Höfuðpersónan í Orgelsmiðjunni er rithöfundur sem unnið hefur það til saka að greiða ekki skatt og ganga tötralega til fara. Hann er tekinn til fanga og fyrir að móðga yfirvaldið er hann settur í pyndingarklefa. Sagan gerist þar á einum degi og er fantasía eða hugarórar í hljómfalli við líðan fangans eða pyndingarnar í klefanum. Tvö stef, elds og söngs, eru látin ganga í gegn- um þessa fantasíu. Skáldsagan hefst á þessa leið: Eldur, ljós, draumur. Það er nótt, heit og djúp, og þessi undarlegi draumur um eld. Hann hefur áður kynnzt eldi, brunnið, en aldrei svona. Aldrei svo heitum og djúpum. Aldrei svo miklum saung í eldinum . .. Myndum er brugðið upp í þyrlandi iðuflaumi, þotið um alla geima, borg og byggðir, jökla og eyðimerkur, fram og aftur í tímann, en þær myndir sem oftast skiptast á eru andstæður borgarlifs og náttúru. Má nefna sem dæmi: Hann (einatt með upphafsstaf í sögunni) er staddur á hílaverkstæði og allir bílarnir, gamlir skrjóðar eða gljáfægðir fordar taka að dansa: „Að lokum dansar allt verkstæðið. Teingur, skrúflyklar, varahjól, loftdælur, allt lauslegt er komið af stað og hringsnýst með feiknlegum hraða . .. Að lokum verður dansinn svo hraður að Hann hættir að greina einn hlut frá öðrum. Allt rennur saman í eina iðandi kös. Hann sér ekki leingur bíla og verkfæri, aðeins bláa, rauða og græna hríngi sem snúast með ofboðslegum hraða hávaðalaust.“ 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.