Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Blaðsíða 22
Tímarit Máls og menningar
sem yfir mannkynið hafa gengið.“ Þessir rithöfundar vilja með einurð og
dirfsku setja innihaldið aftur í öndvegi. Með tilliti til þessa leiði ég hjá mér
formgalla þessara verka en tek þá með í kaupunum og sný mér að efniskjarna
þeirra og þeim máttarstoðum sem bera þau uppi. Ég viðurkenni að slökun á
formi dregur úr áhrifum verka, eins felli ég mig ekki við of beinar eftirgerðir.
En þegar skáldum er mikið í hug og þeim svellur móður, þá sprengja þau af
sér allt formtildur og verkin verða fersk og ryðja oft braut nýju formi.
4
Þær af haustbókunum sem mestan ádeilukraft hafa eru skáldsögumar Borg-
arlíf eftir Ingimar Erlend Sigurðsson og Svört messa eftir Jóhannes Helga,
og Orgelsmiðjunni eftir Jón frá Pálmholti er ætlað að hafa áhrif í sömu átt,
og verður nú vikið að hverri um sig. Höfundarnir láta sér ekki fyrir brjósti
brenna að gera hróp að samtíðinni. Skotspónn þeirra er hernámsandinn og
auðborgara sljóleikinn.
Höfuðpersónan í Orgelsmiðjunni er rithöfundur sem unnið hefur það til
saka að greiða ekki skatt og ganga tötralega til fara. Hann er tekinn til fanga
og fyrir að móðga yfirvaldið er hann settur í pyndingarklefa. Sagan gerist
þar á einum degi og er fantasía eða hugarórar í hljómfalli við líðan fangans
eða pyndingarnar í klefanum. Tvö stef, elds og söngs, eru látin ganga í gegn-
um þessa fantasíu. Skáldsagan hefst á þessa leið:
Eldur, ljós, draumur. Það er nótt, heit og djúp, og þessi undarlegi draumur
um eld.
Hann hefur áður kynnzt eldi, brunnið, en aldrei svona. Aldrei svo heitum
og djúpum. Aldrei svo miklum saung í eldinum . ..
Myndum er brugðið upp í þyrlandi iðuflaumi, þotið um alla geima, borg
og byggðir, jökla og eyðimerkur, fram og aftur í tímann, en þær myndir sem
oftast skiptast á eru andstæður borgarlifs og náttúru. Má nefna sem dæmi:
Hann (einatt með upphafsstaf í sögunni) er staddur á hílaverkstæði og allir
bílarnir, gamlir skrjóðar eða gljáfægðir fordar taka að dansa:
„Að lokum dansar allt verkstæðið. Teingur, skrúflyklar, varahjól, loftdælur,
allt lauslegt er komið af stað og hringsnýst með feiknlegum hraða . ..
Að lokum verður dansinn svo hraður að Hann hættir að greina einn hlut
frá öðrum. Allt rennur saman í eina iðandi kös. Hann sér ekki leingur bíla og
verkfæri, aðeins bláa, rauða og græna hríngi sem snúast með ofboðslegum
hraða hávaðalaust.“
12