Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Blaðsíða 104

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Blaðsíða 104
Tímarit Máls og menningar Hér á eftir er þýdd smágrein eftir Vitto- rini, inngangur að fyrsta tölublaði tímarits- ins il Politecnico, sem kom út 29. september 1945. Þó luttugu ár séu liðin síðan þetta var skrifað hafa hugmyndir greinarinnar gildi enn í dag og vekja enn miklar umræð- ur á vettvangi menningarmála á Italíu. „Barátta gegn þjáningu Það mun enn líða langur tími þangað til hægt verður að segja um hvort nokkur eða nokkuð hafi sigrað í þessu stríði. En eitt er víst, að það sem hefur glatazt er hæði mik- ið og dýrmætt, og því miður sést allt of Ijóslega hvernig það hefur glatazt. Ef okk- ur tækist að telja hina föllnu mundum við finna fleiri börn en hermenn; stríðið hefur lagt í rústir afrek siðmenningarinnar í öll- um sínum myndum; 25 alda gamlar borgir, hús og bókasöfn, líkneski, dómkirkjur; þeir staðir þar sem mestu hlóði hefur verið úthellt, bera nöfn eins og t. d.: Mauthau- sen, Maidaneck, Buchenwald, Dachau. Og hver hefur heðið mest afhroð af völd- um þessara athurða? I aldaraðir hefur okk- ur verið kennt að álíta tilveru barnsins heilaga. Og allir menningarsigrar manns- ins liafa sýnt fram á helgi þess; eins og brauðsins; eins og vinnunnar. „Hugsjónin" hlýtur þá fyrst og fremst að hafa beðið af- hroð, sú „hugsjón" sem kenndi okkur frið- helgi þeirra, því nú hafa miljónir bama verið strádrepin; nú er ráðist á það sem var svo heilagt og það lagt í rústir. Og er það ekki einmitt sú „hugsjón" sem hefur beðið afhroð? Eg vil strax taka það fram, að með þess- ari „hugsjón“ á ég ekki við annað en menningu okkar: hana sem hefur verið grísk speki og síðan hellenísk, fomkristni, miðaldakristni, húmanismi, endurreisn, upplýsingarstefna, frjálslyndisstefna osfrv., og nú hefur að bakhjarli nöfn eins og t. d. Thomas Mann og Benedetto Croce, Benda, Huizinga, Dewey, Maritain, Beman- os og Unamuno, Lin Yutang og Santayana, Valery, Gide og Berdiaev. Þessi menning hafði fyrir löngu fordæmt alla þá glæpi sem fasisminn drýgði. Hvem- ig og hvers vegna fasismanum tókst að fremja alla þessa fordæmdu glæpi, er það ekki spurning sem menningin verður að svara ? Ég efast um að nokkur verjandi þessarar menningar — sem einnig er okkar menn- ing — geti gefið okkur betra svar en það sem við getum gefið okkur sjálf; og lík- lega yrði hann að viðurkenna réttilega að lítil eru þau áhrif sem hún hefur haft á mennina, og kennt þeim enn minna. Samt skulum við ekki gleyma því að Platon tilheyrir þessari menningu. Og Krist- ur. Já, einmitt Kristur. Vilja menn halda því fram, að Jesús Kristur hafi haft lítil áhrif? Þvert á móti. Hann hefur haft mjög mikil áhrif. En allt það sem hann hefur gefið mönnunum, eins og öll menning, sem við höfum notið hingað til, eru áhrif sem liafa nær einungis náð til vitsmuna manns- ins en aldrei til athafna hans. Þannig hefur menningin fætt og endurfætt sjálfa sig í manninum, án þess nokkurntíma að endur- fæða hann sjálfan í sínum miklu mögu- leikum til athafna. Grísk speki, rómversk speki, kristinfræði allra tíma, virðast ekki liafa gefið mannin- um annað en góða aðferð til þess að dul- búa og réttlæta, eða hreint og beint tækni- væða villimennsku sína. Er það boðskapur menningarinnar að henni sé maðurinn óvið- komandi; að hún geti ekkert fyrir hann gert? Eg neita þessu. Orsök þess að menningin (undantekningar eru ýmis tímabil og svo Sovétríkin) hefur aldrei getað beitt áhrif- um sínum í þágu mannsins, er aðferðin 94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.