Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Blaðsíða 34

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Blaðsíða 34
Tímarit Máls og menningar að gera tilraun að semja sig að hugðarefnum þess.“ „Þetta er þá athvarf borg- arans í nútímabókmenntunum, draga sig út úr hinu lifanda lífi og setjast í bölmóði í eitthvert „skemmtiskip“ .. ., stara niður á naflann á sér og fárast yfir haldleysi alls og allra, og bíða eftir því að skipið farizt. Öll tengsl við líf fólksins eru slitin, og horfinn um leið allur siðferðilegur lífsgrundvöllur.“ Það er meðal annars vonin um að þróunin hér á landi hafi verið að ganga í þessa átt sem glatt hefur íhaldið: að listamenn væru hættir að vilja skírskota til fólksins, og komnir á eintal við sjálfa sig eða út í tóma hugsun um form, sem gefið var nafnið frelsi í listum. Það var sérílagi gleðin yfir því að skáld væru hætt að eiga þjóðfélagslegar hugsjónir, hætt að boða sósíalisma, að tímabil Rauðra penna væri liðið, tímabil þegar íslenzkar hókmenntir risu einna hæst og rithöfundar höfðu áhrifavald með þjóðinni. í stuttu máli gleði yfir því að borgarastéttin fengi óátalið að fara sínu fram, að ekki mundu rísa neinir stormar á vatninu. Og sá fögnuður er í algleymingi. Einar Olgeirsson hefur ritað um þetta skarplega grein í Rétti (2. h. 1965) undir fyrirsögninni „Tímahil hinna tómu penna“ er honum ofbauð ritdómur sem birtist í Morgunblaðinu um Langnætti á Kaldadal, Ijóð Þorsteins frá Hamri, en speglaði reyndar einstaklega vel viðhorf borgarastéttarinnar til listar. Ritdómarinn fann hógværlega að því við Þorstein að hann væri „of mikill alvörumaður“. „Hátíðleikinn fellur illa í kramið nú á dögum. Menn hafa smám saman vanizt af því að taka hlutina alvarlega ..Þá þykir honum anda helzt til mikils kulda af kvæðum Þorsteins. „Andinn frá jöklum vorum er of sterkur í þeim. Heiðríkja og svali er sannarlega hressandi. Samt er ekki holt að hafa of mikið af svo góðu. Skáldið þyrfti að bakast undir suðrænni sól.“ Og jafnframt er í Morgunhlaðinu hlakkað yfir því að tímar Rauðra penna séu úr sögunni. Einar segir: „Það er vafalaust rétt ályktað hjá and- stæðingum vorum að langt tímabil yfirhorðs velmegunar, andlauss strits og mannspillandi hernáms og auðdýrkunar er vænlegra til að niðurlægja þjóð- ina andlega og minka hennar reisn heldur en ofsóknir og harðar árásir . . . Þeir treysta á að glýjan af gullnu yfirborði muni dylja fyrir kynslóðinni hin nýju vandamál, sem í djúpi þjóðfélagsins búa, — af því þeir loka augunum fyrir þeim sjálfir.“ 8 Svo mikið ætti að vera ljóst af því sem að framan greinir að rithöfundarnir sem kveðið hafa sér hljóðs á árinu sem leið hafa ekki jafn mikla gleði af hinu borgaralega þjóðfélagi eins og borgarastéttin eða íhaldið telur sig hafa af 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.