Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Side 54

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Side 54
Timarit Máls og menningar leifur Einarsson komum að stofnuninni 1961 var ekki annað eftir en almenn- ar efnarannsóknir og einn jarðfræðingur, Tómas Tryggvason. Þessi stofnun var hinsvegar sú eina í Iandinu sem bauð upp á aðstöðu til rannsókna í jarð- efnafræði, og þar eð starfsemin hafði dregizt svo mjög saman árin á undan var gefinn kostur á að auka jarðfræðistarfsemina við Iðnaðardeild. Eðlilegra væri að allar rannsóknir í jarðvísindum væru á einum stað, og undir réttu nafni. Þú vilt ekki láta kalla þig jarðfrœðing? Ég hef ekkert á móti því að ég sé kallaður jarðfræðingur, en hinsvegar er hægt að gera við það nokkrar athugasemdir. Jarðvísindin skiptast í þrjár megingreinar: jarðfrœðina sem að flestra skilningi er um sögu jarðar og mót- un yfirborðs hennar af ytri öflum, jarðeðlisfrœði sem fjallar um innri gerð jarðar og jarðbyltingar og beitir vinnuaðferðum eðlisfræðinnar og loks jarð- efnafræði, um efnasamsetningu jarðar og flutning efna á jörðu og í. Hver þessara megingreina skiptist svo í fjölmörg sérsvið og víða tíðkast að menn kenna sig við eitthvert ákveðið sérsvið eða þá við eina af þessum þrem megin- greinum. En hinsvegar er ekkert á móti því að þeir sem við þessi fræði fást kalli sig jarðfræðinga á íslenzku, þar sem við eigum ekki orð yfir þessi sér- svið, og auk þess er jarðfræði undirstöðugreinin. En hver er þá sérgrein þín? Þegar ég hóf nám við háskólann í Göttingen var það með þeim ásetningi að læra jarðfræði. Ég fór til þessa skóla að ráðum Jóhannesar Áskelssonar og Tómasar Tryggvasonar, en þeir þekktu báðir prófessor þar sem þeir töldu mjög góðan. Ég innritaði mig hjá þessum prófessor, C. W. Correns, en gerði mér ekki grein fyrir fyrr en innritunin var um garð gengin að ég var alls ekki í jarðfræði, heldur mineralogi og hafði jarðfræði sem aukafag. Eftir nokkra mánuði var ég alls hugar feginn að málin höfðu skipazt á þenna hátt því að þessi grein átti betur við mig en almenn jarðfræði. Við þennan háskóla starfaði norskur gyðingur, Victor M. Goldschmidt, á árunum fyrir valdatöku nazista og þarna grundvallaði hann nýja fræðigrein innan jarðvísindanna sem kölluð er geokemi eða jarðefnafræði. Og eftir- maður hans við háskólann hélt við þeirri hefð sem þarna hafði skapazt og lagði mesta áherzlu á þessa grein í starfi sínu. Jarðefnafræði fjallar eins og áður segir um efnasamsetningu hnattarins og raunar alheimsins, um dreifingu hvers einstaks frumefnis í hinar jarðfræði- 44
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.