Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Page 71

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Page 71
Tíu á Höfðanum Fyrr en varir hefur hann þrifið í bringu hans og þrútinn hnefi er reiddur til höggs. Morðingi! Það er tryllingur í augnaráði hans og rödd. Morðingi! Hann ber ekki hönd fyrir sig formaðurinn, tekur við högginu eins og hverjum öðrum óumflýjanlegum dómi og mélaðar gervitennurnar hrynja út úr honum. Þeir tóku hann áður en næsta högg reið af og báðu hann vera rólegan. Hann féll saman í setbekkinn og grátur hans nísti þá í gegn. Þeir voru hræður vélstjórinn og hann. Hann var einn eftir af fjórum. Hina hafði hafið tekið. Það var margmennt á bryggjunni þegar þeir komu að. Þetta var um sama leyti og hleypt er út úr samkomuhúsinu. Flestir voru í kippnum og höfðu uppi söng og háreysti. Djöfulsins skríll, sagði kallinn og í fyrsta skifti heyrðu þeir hann blóta, enda gekk í brasi að festa bátinn. Þegar þeir komu heim í kytruna, svaf unglingurinn við horðið með flösku í öxlum fyrir framan sig og glóðarauga á háðum. Stúlkan Malla var á sínum stað og sementsrykið í loftinu eins og þoka. 6 Daginn eftir var sama rokið og bærinn líkt og sleginn svefnþorni. í skjóli klettanna lágu erlend fiskiskip og himinninn var dökkur og þungbrýnn. Þeir tóku lífinu með ró frameftir degi, ræstu kytruna og fóru til rakara. Rakarastofan var þéttsetin og gólfið alþakið hári. Menn lásu blöðin með- an þeir biðu, spjölluðu um daginn og veginn, reyktu og formæltu ótíðinni. Hann fór til stúlkunnar um kvöldið. Hún var nýkomin úr vinnu. Það var fisklykt af höndum hennar og hári, en hún var góð og bros hennar gaf fyrir- heit. Hún hafði frétt þeir hefðu bjargað mönnum úr sjávarháska. Mikið voru þeir duglegir. Var ekki ægilega vont í sjóinn? Hann lét lítið yfir því. Þeir voru ekki óvanir að fá skvettu. Það var ekki til að kippa sér upp við. Þið eruð svo kaldir blessaðir sjómennirnir, sagði hún. Við getum líka verið heitir, sagði hann og tók yfrum hana. Og frekir, sagði hún og losaði hönd hans með hægð. Þú ert falleg, sagði hann. 61
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.