Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Page 14

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Page 14
Kristinn E. Andrésson Bókmenntaárið 1965 1 Sú skoðun hefur verið uppi hin síðustu ár að ádeilubókmenntir væru horfnar úr tízku, þær hafi fylgt fátækt og kreppu en eigi ekki heima í „velferðarríki“. En þá ber allt í einu til tíðinda á árinu sem leið að hin þj óðfélagslega ádeila, sem verið hafði feimnismál um skeið og talin í andstöðu við tízkuna, rís af nýju afli með ungum skáldum, eins og rjúki upp með storm eftir lognið að undanförnu. Ekki ádeilan ein hefur farið hj á sér í bókmenntunum, heldur hefur hugsun æskunnar og listamanna yfirleitt verið fráhverf þjóðfélagsmálum og reyndar hrakið efni og innihald skáldskapar og listar út í horn og skipað tízkustefnum formsins í öndvegi, og í stað samfélagslegra sjónarmiða hefur einstaklings- hyggjan staðið í blóma og kastljósið heinzt að smáatriðum og manninum sem stefnulausu rekaldi og að auðvirðileika hans og tilgangsleysi allrar mann- legrar viðleitni. Þeim mun athyglisverðara er að skáldrit síðasta árs, í hvaða formi sem eru, hafa íslenzkt nútíðarþjóðfélag að viðfangsefni eða kryfja það á einhvern hátt til mergjar. Ég tek hér aðeins upp, áður en lengra er haldið, nöfn og höfunda þessara skáldrita: smásagnasöfnin Leynt og Ijóst eftir Olaf Jóh. Sigurðsson og 1 heiðinni eftir Björn Bjarman fyrir utan nýbirta sögu í Tímariti Máls og menningar, Kall stríð eftir Gísla Ásmundsson, leikritin Minkarnir eftir Erling E. Halldórsson og Stormur í grasinu eftir Bjarna Bene- diktsson jrá Hofteigi og skáldsögurnar Dœgurvísa eftir Jakobínu Sigurðar- dóttur, Orgelsmiðjan eftir Jón frá Pálmholti, Borgarlíf eftir Ingimar Erlend Sigurðsson og loks Svört messa eftir Jóhannes Helga. í verkum þessum er ádeilan misjafnlega opinská eða aðsópsmikil og þau sjálf misjöfn að styrk- leika og gerð, enda höfundarnir á ólíku þroskastigi og fer á ýmsa vegu hvar þeir leggja áherzlu, á listræna framsetningu eða þunga ádeilunnar, en hvert mat sem lagt er á einstakt verk sýna þau hvert um sig og einkanlega öll í heild að eitthvað nýtt er á seyði, og hljóta þeir sem fylgzt hafa með íslenzkum bók- menntum að líta upp er þeir sjá allan þennan gróður á einu ári og spyrja: 4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.