Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Page 46

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Page 46
Tímarit Múls og menningar eða jafnvel konúngaætta einsog á Egyftalandi og í Kína. Og er þá komið að þriðju aðferð Ara í timatali: hann miðar reyndar markverða hluti oft við ríkisár eða fall útlendra konúnga, en þó einkum við innlent kerfi sem er afbrigði af því að miða við ríkisár konúnga; en þetta er íslenskt lögsögu- mannatal miðað við leingd embættistíma þeirra. Dr. Ólafía kallar íslenska aðferð í tímareikníngi til forna nokkurskonar samkomulagstilraun milli lærðr- ar tímasetníngar („alþýðutals“, œra vulgaris, sem miðar við burðarár Krists) og afstæðrar viðmiðunar. Sem kunnugt er þá hefur Islendíngabók sex óafstæðar ársetníngar, miðað- ar við burð Krists; mér er ekki kunnugt um að áður hafi verið grein gerð fyrir þeim grundvelli sem útreikníngar Ara rísa á eins glögglega og dr. Ólafía gerir, enda sé ég ekki betur en ljós hugsun og einfaldleiki í máli sé aðals- merki þessarar islensku fræðikonu. Þessi eru sex óháð ártöl sem Ari tekur mið af í Íslendíngabók með greinilegum stuðníngi eintaks af páskatöflunni AM732etc: A. Dráp Eadmundar einglakonúngs 20. nóv. 870 (gefið). B. Hrafn Hængsson verður lögsögumaður, júní 930. C. Fall Ólafs Tryggvasonar 9. sept. 1000 sem Ari segist hafa eftir Sæmundi, en Sæmundur virðist hafa úr eingilsaxneskum krönikum (gefið). D. Fall Ólafs Haraldssonar 29. júlí 1030. E. Dauður ísleifur biskup 5. júlí 1080. F. „Aldamót“, þeas. lýkur túnglöld 31. ágúst 1120 samkvæmt töflu einsog AM732etc og hefst ný túnglöld eftir sömu töflu daginn eftir, 1. september, sem er nýársdagur ársins 1121. Af þessum sex óháðu ártölum, segir dr. Ólafía að ekki séu nema þrjú ör- ugg, A C og F, en hin þrjú reiknuð út eftir þeim. Tvö ártöl „gefin“ sem stað- reynd í tímasetníngu, einsog 20. nóvember 870 og 9. september 1000, nægja til þess að hægt sé útfrá þeim að breyta með páskatöflu í óháðar ársetníngar og jafnvel dagsetníngu livaða viðburði sem er og í milli liggur þessara ár- tala, svo fremi vitað sé hvaða dag viku hann hafi gerst eða nálægt hvaða messu, dánardægri frægðarmanns eða öðrum viðmiðanlegum púnkti í tíma. Dr. Ólafía segir ennfremur að fundin séu í íslenskum heimildum önnur tíu ártöl óháð, reiknuð út eftir Gerlandusi en ekki AM732 etc; og séu sjö þeirra dánardægur biskupa í Skálholti. Ártöl í Húngurvöku telur hún reiknuð eftir páskatöflu sem reist er á kalendarritgerðinni í Rím I, en sú ritgerð sækir einnig vit sitt í Gerlandus. 36
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.