Tímarit Máls og menningar - 01.10.1969, Blaðsíða 21
Undantekningin og reglan
kaupmaðurinn : Hvað, þú andmælir mér þaráofan? SlitnaSi ólin eða slitn-
aSi hún ekki? ÞorSu aS fullyrSa uppí opiS geSiS á mér aS hún hafi ekki
slitnaS! ÞaS er alls ekkert mark á þér takandi. Ég gerði skyssu þegar ég
kom fram við þig einsog alminilegan mann, það þolið þið ekki. Ég hef
engin not fyrir leiðsögumann sem getur ekki aflað sér virðingar meðal
verkafólksins. Þú virðist betur fallinn til að vera burðarkarl en leiðsögu-
maður. Ég hef meirasegja ástæðu til að halda þú æsir upp mannskapinn.
leiðsögumaðurinn: Hvaða ástæðu?
kaupmaðurinn : Já, þig langar til að vita það! Semsagt, þú ert rekinn!
LEIÐSÖgumaðurinn : En þér getið þó ekki rekið mig á miðri leið.
kaupmaðurinn: Þú mátt þakka fyrir ef ég kæri þig ekki á vinnumiðlunar-
stofunni í Úrga. Hér hefurðu kaupið, fram til þessa dags. Hann kallar á
Gestgjafann, sem. kemur. Þér eruð vitni: ég hef borgað honum kaupið.
Við Leiðsögumanninn: Ég get sagt þér það strax að þér er hetra að láta
ekki sjá þig í Úrga. Horfir á hann frá hvirfli til ilja. Þú hefur aldrei neitt
uppúr því. Hann gengur með Gestgjafanum inní hina vistarveruna. Ég
legg strax á stað. Þér eruð vitni að því, ef eitthvað kemur fyrir mig, að ég
fór héðan í dag einn míns liðs — bendir á Kúlíann tíL hliðar — ásamt
þessum manni þarna.
Gestgjafinn gefur í skyn að hann skilji ekki.
kaupmaðurinn miður sín: Hann skilur ekki. Það verður þá enginn til frá-
sagnar um það hvert ég hef farið. Og það versta er að þessir náungar vita
það.
Hann sezt og skrifar bréf.
LEIÐSÖGUMAÐURINN við Kúlíann: Ég gerði skyssu þegar ég settist hjá þér.
Vertu varkár, þetta er vondur maður. Hann réttir honum sína vatnsflösku.
HafSu þessa flösku til vara, feldu hana. Ef þið kynnuð að villast — hvem-
ig ætlar þú að rata leiðina? — tekur hann óefað þína flösku af þér. Ég
ætla að skýra fyrir þér leiðina.
KÚlíinn: Láttu það heldur ógert. Hann má ekki heyra þú talir við mig, og
reki hann mig í burtu er ég glataður. Mér þarf hann ekki að borga eyri,
því ég er ekki einsog þú í verkamannafélagi: ég verð að sætta mig við
allt.
kaupmaðurinn við Gestgjafann: FáiS þér þetta bréf mönnum sem koma
hingað á morgun og eru einnig á leiS til Úrga. Ég fer áfram einn mins
liðs ásamt burðarkarlinum.
115